en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1404

Title: 
 • Title is in Icelandic Andleg líðan kvenna á meðgöngu : samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna andlega líðan kvenna á meðgöngu og bera saman við
  ráðgerða og óráðgerða þungun og vildu rannsakendur einnig vita hvort þörf væri á
  mismunandi þjónustu fyrir þessa hópa. Ýmsar erlendar rannsóknir sýna að
  þunglyndiseinkenni eru algengari á meðgöngu en eftir barnsburð en hér á landi er einungis
  gerð kembileit að þunglyndiseinkennum eftir barnsburð.
  Notast var við megindlegt rannsóknarsnið og þátttakendur voru valdir með
  þægindaúrtaki. Konur sem leituðu til mæðraverndar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
  (HAK), á tímabilinu 20. janúar 2005 til 20. mars 2005, fengu afhentan spurningalista sem
  samsettur var úr Edinborgar-þunglyndiskvarðanum eða Edinburgh Postnatnal Depression
  Scale (EPDS), lýðfræðilegum spurningum og spurningum sem rannsakendur þróuðu sjálfir.
  Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við hugbúnaðinn Statistical Package for Social Sciences
  (SPSS) og töflureikninn Microsoft Excel.
  Rannsóknarspurningarnar voru tvær:
  - Hvernig er andleg líðan kvenna á meðgöngu, samkvæmt EPDS kvarðanum, sem
  leita til mæðraverndar HAK?
  - Er munur á andlegri líðan kvenna á meðgöngu, samkvæmt EPDS kvarðanum, sem
  leita til mæðraverndar HAK, eftir því hvort þungunin var ráðgerð eða ekki?
  Tilgáta rannsakenda:
  - Andleg líðan kvenna á meðgöngu, sem ráðgera ekki þungun, er verri en hjá konum
  sem ráðgera þungun.
  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virtist andleg líðan kvenna sem leituðu til
  mæðraverndar HAK ekki nógu góð. Þriðjungur kvennanna skoruðu níu stig eða fleiri á EPDS
  iv
  kvarðanum, en þær konur sem skora níu stig eða fleiri eru líklegar til að upplifa andlega
  vanlíðan. Konur sem ráðgera ekki þungun eru líklegri til að skora hærra á EPDS kvarðanum,
  virðast hafa minni stuðning, minni menntun og búa við verri fjárhag. Það má því leiða líkur að
  því að þessar konur geti þurft meiri stuðning frá heilsugæslunni en þær sem ráðgera þungun.
  Rannsakendur telja í ljósi niðurstaðna að bæta megi þjónustu við þungaðar konur með
  því að hefja kembileit að þunglyndiseinkennum á meðgöngu en þannig má draga úr og jafnvel
  koma í veg fyrir þunglyndiseinkenni á og eftir meðgöngu og auka vellíðan móður og barns.
  Lykilhugtök: Mæðravernd HAK, EPDS þunglyndiskvarðinn, andleg líðan, ráðgerð
  þungunar, meðganga

Accepted: 
 • Jan 1, 2005
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1404


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefnið1.pdf2.15 MBOpenAndleg líðan kvenna - heildPDFView/Open