is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14042

Titill: 
 • Íþróttir fatlaðra : möguleikar íþróttafólks á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða möguleika fatlaðra einstaklinga til íþróttaiðkunar á Íslandi, þ.e. til að stunda íþróttir sem keppt er í á stórmótum eins og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympic) og Special Olympics-mótinu. Markmiðið með verkefninu var að komast af því hvaða íþróttaiðkun er í boði á Íslandi fyrir fatlaða einstaklinga, fjallað er um þróun íþrótta fatlaðra á Íslandi frá upphafi og hvernig íþróttaiðkunin hefur þróast í gegnum árin. Til að komast að því hvað er í boði á Ólympíumóti fatlaðra og Special Olympics-mótinu er farið létt yfir sögu stórmótanna, íþróttagreinanna sem Íslendingar hafa keppt í á mótunum og jafnframt fjallað um þær íþróttir sem æfðar eru á Íslandi og sérstaklega ætlaðar fötluðum einstaklingum og mikilvægi þeirra fyrir þessa einstaklinga.
  Special Olympics-mótið og Ólympíumót fatlaðra eru mjög ólík stórmót sem eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á íþróttir fyrir fatlaða einstaklinga en þó með mismunandi nálgunum. Allir fatlaðir íþróttamenn með þroskahömlun eða námserfiðleika eru gjaldgengir frá átta ára aldri á Special Olympics-mótið á meðan aðeins þeir sem ná ströngum lágmörkum, uppfylla ákveðin viðmið og kröfur Ólympíumóts fatlaðra hafa möguleika á því að komast inn á mótið.
  Á Special Olympics-mótinu er öllum keppendum skipt niður í flokka eftir getu þannig að allir keppendurnir keppa á sínum forsendum og eiga því allir jafna möguleika til sigurs. Á Ólympíumóti fatlaðra hins vegar er öllum keppendum skipt niður eftir fötlun og eingöngu bestu íþróttamenn heims keppa á mótinu; þess vegna eru þátttakendur í því móti eingöngu afreksíþróttamenn.
  Öll hreyfing er holl en það er mikill munur á að hreyfa sig hóflega í hverri viku og að vera afreksíþróttamaður. Hvort sem þú temur þér að gera er niðurstaðan alltaf sú sama, hreyfing er mikilvæg öllum.

Samþykkt: 
 • 20.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Fönn pálsdóttir.pdf716.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna