Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14046
Í þeim hluta aðalnámskrár grunnskóla sem nær til náttúru og umhverfismenntar kemur fram að forvitni og áhugi sé helsti aflgjafi náms. Áhugasvið nemenda er mjög breitt en sjónvarpsáhorf er sú iðja sem talið er að börn og unglingar eyði mestum tíma sínum í fyrir utan svefn. Áætla má því að áhugi barna á sjónvarpinu eða því efni sem þar má finna sé mikill og því tilvalið að nýta þetta áhugamál nemenda í kennslu. Í þessari ritgerð er að mestu stuðst við erlendar heimildir en möguleikar þessarar kennsluaðferðar í náttúrufræðikennslu hafa lítið sem ekkert verið rannsakaðir hérlendis. Í ritgerðinni er fjallað um notkun kvikmynda í náttúrufræðikennslu. Rætt er um kosti og ókosti kvikmynda til stuðnings í náttúrufræði, framkvæmd í kennslu og hvað ber að hafa í huga til að kvikmyndir og verkefni tengd þeim nýtist nemendum sem best.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
heildartexti.pdf | 721.38 kB | Lokaður til...21.09.2089 | Heildartexti |