is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1405

Titill: 
 • Ferskfiskútflutningur með flugi frá Egilsstöðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari skýrslu er því svarað hvort að hagkvæmt er að kaupa eða leigja
  fraktflugvél til að flytja úr ferskan fisk frá Egilsstöðum. Allt frá því að
  útflutningur á ferskum fiskflökum hófst hér á landi í lok 8. áratugarins hefur
  hann aukist nánast stöðugt frá ári til árs. Útflutningur á ferskum fiski er hluti af
  almennari þróun sem á sér nú stað um allan heim. Aukin eftirspurn eftir
  ferskum matvælum er ekki bundin við sjávarafurðir heldur á jafnt við um
  grænmeti og aðrar landbúnaðarvörur. Í dag er ferskum fiski keyrt frá
  Austurlandi til Keflavíkur og flogið út með hann þaðan, þetta kallar á aukið
  álag á þjóðvegi landsins með tilheyrandi slysahættu og kostnaði. Í skýrslunni er
  farið yfir þau fjárhagslegu hugtök sem höfundur notar og lagt er mat á það
  hvað útkoman úr hugtökunum segir fyrir arðsemi verkefnisins. Einnig er sett
  fram áætlun um stofnkostnað, þ.e.a.s. þann kostnað sem til fellur áður en
  viðskiptahugmyndinni er hrint í framkvæmd. Þá er sett fram raunhæf
  rekstraráætlun fyrir viðskiptahugmyndina, sem varpar ljósi á vænta
  fjárhagsafkomu fyrirtækisins. Að lokum er gerð grein fyrir því hversu mikið
  fjármagn fyrirtækið þarf miðað við þær forsendur sem gengið er út frá í
  áætluninni og hvernig ætlunin er að útvega það.
  Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að verkefninu um flugvélakaup er hafnað
  vegna þess að NPV, IRR og MIRR eru öll neikvæð, NPV er neikvætt um
  135,878,842 kr og IRR er neikvætt um tæp 9% og að lokum er MIRR neikvætt
  um tæp 4% sem þýðir að arðsemi fjárfestingarinnar er minni en kostnaður
  hennar. Hins vegar samþykkir höfundur verkefnið um flugvélaleiguna þar sem
  NPV er jákvætt um 783.401.115 kr og IRR er tæp 138% sem þýðir að
  fjárfestingin eykur verðgildi sitt um 138% og MIRR er einnig jákvætt um 42 %
  sem þýðir að hagnaðurinn má minnka um 42 % áður en fjárfestingin verður
  óarðbær. Einnig skilar verkefnið um flugvélaleigu hagnaði upp á 55.995.616 kr
  á fyrsta ári og handbært fé í lok fyrsta árs er 62.539.379 kr. þetta eru gríðarlega
  arðbærar niðurstöður, en þær eru háðar því að það sé hægt að nýta vélina báðar
  leiðir.
  Lykilorð: Flugvélakaup, flugvélaleiga, útflutningur, áætlanagerð,.
  vöruskemma.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 31.05.2012
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferskfiskútflutningur með flugi frá Egilstöðum.pdf454.42 kBTakmarkaðurFerskútflutningur - heildPDF
Ferskfiskútflutningur_e.pdf179.71 kBOpinnFerskútflutningur - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Ferskfiskútflutningur_h.pdf154.84 kBOpinnFerskútflutningur - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Ferskfiskútflutningur_u.pdf129.4 kBOpinnFerskútflutningur - útdrátturPDFSkoða/Opna