is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14059

Titill: 
 • Litafræði fyrir yngsta stig grunnskóla : handbók fyrir myndmenntakennara
 • Litafræði fyrir yngsta stig grunnskóla : kennarahandbók
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til B.Ed prófs í grunnskólakennarafræðum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Yfirskrift verkefnisins er Litafræði fyrir yngsta stig grunnskóla: Kennarahandbók.
  Handbókin inniheldur umfjöllun um myndmenntakennslu í grunnskóla, skólastefnuna skóli án aðgreiningar og kennarahandbók sem ætlað er að kenna yngsta stigi grunnskólans litafræði.
  Markmið handbókarinnar er að kenna nemendum helstu þætti litafræðinnar en þó á mismunandi hátt til að koma til móts við mismunandi þroskastig nemenda. Við gerð handbókarinnar tók ég tillit til skólastefnunnar skóli án aðgreiningar. Skóli án aðgreiningar metur þarfir og getu hvers nemanda fyrir sig og skipuleggur námið samkvæmt því. Verkefnin eru því fjölbreytt og misþung til að öllum nemendum sé fært að leysa þau. Frekar verður fjallað um skóla án aðgreiningar í kafla 3.
  Í handbókinni er efninu miðlað til nemenda bæði í formi mynda, smáfyrirlestra, tilrauna og frásagna. Flest verkefnin eru ætluð læsum nemendum en jafnframt eru í handbókinni verkefni fyrir nemendur sem eru ólæsir. Verkefnin voru mótuð með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla.
  Í ritgerðinni er litafræðinni einnig gerð skil, fjallað um skólastefnuna skóli án aðgreiningar, mikilvægi fjölbreyttra kennsluaðferða og verkefna og fagmiðun í myndmenntakennslu.

Samþykkt: 
 • 20.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerðin.pdf631.62 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Handbók í litafræði.pdf709.36 kBLokaður til...01.01.2060KennarahandbókPDF
Litarugl 1.3.pdf48.22 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölPDF
litakrossgáta 1.4.pdf85.34 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölPDF
3.2 Picasso-Guernica.jpg100.94 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölJPG
Litasýn dýra 4.2.pdf129.25 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölPDF
Hestur 5.2.jpg734.73 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölJPG
kind 5.3.jpg682.36 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölJPG
Litir og litbrigði hesta 5.4.pdf4.82 MBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölPDF
5.5 Litir og litbrigði kindar.pdf256.29 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölPDF
grænt grænt grænt 6.1.pdf233.47 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölPDF
Litaskífa 1.2.pdf174.88 kBLokaður til...01.01.2060FylgiskjölPDF