is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14068

Titill: 
 • Samræður í stærðfræðinámi og -kennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að stuðla að þekkingu á gagnsemi samræðna í stærðfræði og hvernig þær geta nýst við stærðfræðikennslu. Rannsókn var gerð á stærðfræðikennslu á yngsta stigi í grunnskóla þar sem fylgst var með samræðum í stærðfræði með áherslu á samræður á milli kennara og nemenda. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvernig kennarar nýta samræður sem aðferð við stærðfræðikennslu. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni hvernig nýta kennarar samræður við nemendur við stærðfræðikennslu?
  Rannsóknaraðferðin var eigindleg tilviksrannsókn. Rannsóknin var unnin árið 2012. Gögnum var safnað með vettvangsathugunum og viðtölum. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Þátttakendur voru fjórir grunnskólakennarar sem allir kenndu á yngsta stigi. Fylgst var með fjórum kennslustundum hjá hverjum kennara, samtals 16 kennslustundum. Í kjölfar vettvangsathugunar voru tekin hálfopin viðtöl við kennarana.
  Niðurstöðurnar leiddu í ljós að allir kennararnir fjórir notuðu samræður að einhverju marki í kennslu sinni. Einn kennari notaði þær markvisst en hinir notuðu þær að eigin sögn ómeðvitað. Þeir kennarar notuðu samræður til að leiða nemendur að réttri lausn með vísbendingum og leiðandi spurningum. Fjórði kennarinn notaði samræður markvisst í kennslu sinni og lagði mikið upp úr samræðum til að tengja námsefnið við fyrri þekkingu nemenda og áhugamál, fá þá til að útskýra lausnir sínar og ræða mismunandi lausnaleiðir með öllum bekknum. Það er von mín að þessi ritgerð stuðli að aukinni þekkingu á gagnsemi samræðna í stærðfræði og veiti innsýn í hvernig kennarar geta notað þær markvisst til að stuðla að því að nemendur þeirra fái tækifæri til að ræða um hugsun sína um stærðfræði og styrkja þannig hæfni sína til að beita henni.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this paper is to contribute to the knowledge of mathematical discussions in schools and how they can be used to support teaching and learning. The paper analyses research material taken from a study conducted at an elementary school, with particular attention paid to discussions between the teacher and the students. The core objective of the study was to answer the research question: How do teachers use discussions with their students in mathematics teaching?
  A qualitative case study was conducted in four classes at an elementary school. The classes covered grades two to four with each class having their own teacher. Reasearch data was collected from the teacher of each class through semi-structured interviews. This data was then combined with classroom observation of the lessons.
  The findings show that all of the teachers that participated in this study use discussions to some extent in their classrooms. Three of the four teachers used a degree of discussion techniques in their classes, but not with a clearly defined objective in mind. Only one of the four teachers intentionally used classroom discussions to support her pupils in developing a deeper understanding of mathematics.
  This paper gives a clear indication about how valuable classroom discussions can be to further aid pupil‘s mathematical learning. Classroom discussions encourages self learning, increases pupil participation and contributes to a learning atmosphere. Generation of this learning atmosphere underpinned by mathematical discussions will unlock the wonders of mathematics.

Samþykkt: 
 • 26.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samraedur i staerdfraedinami og -kennslu Helena Herborg Gudmundsdottir.pdf724.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna