is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14069

Titill: 
  • Framsækið skólastarf : kenningar og starf í tveimur skólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um tilviksathuganir sem gerðar voru í tveimur íslenskum skólum. Báðir starfa þeir eftir kenningum þekktra fræðimanna sem gætu fallið undir framsækið skólastarf. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig stefna þeirra og aðferðir í skólastarfi endurspegla kenningarnar sem þeir leggja upp með. Heimasíður skólanna voru skoðaðar, tekin viðtöl við skólastjórnendur og fylgst með starfsemi skólanna með athugun á vettvangi. Leitað var eftir þáttum sem gætu verið birtingarmynd þeirra kenninga sem viðkomandi skóli starfar eftir og skoðað hvernig þeir eru útfærðir í skólunum. Annar skólinn var Ugluklettur, sem er leikskóli í Borgarnesi og vinnur eftir flæðikenningum Mihalyi Csikszentmihalyi. Þær kenningar ganga í stuttu máli út á einbeitingu nemenda. Skólanum er ætlað að skapa námsumhverfi sem stuðlar að einbeittu, merkingarbæru námi. Hinn skólinn er Krikaskóli sem er leik- og grunnskóli í Mosfellsbæ. Sá skóli starfar eftir kenningum John Dewey um reynslu, virkni, lýðræði og merkingarbærni náms. Helstu niðurstöður benda til að kenningarnar sem starfað er eftir séu fremur augljósar í daglegu starfi þessara tveggja skóla. Skólastjórnendur hafa góða þekkingu á það hvernig nota eigi kenningarnar í skólum sínum og kennararnir eru áhugasamir og undir skýrum áhrifum kenninganna. Í báðum skólum gekk starfið vel þegar athugun fór fram, börnin virtust glöð og ánægð með þau verk sem þau unnu. Skólarnir eru lýðræðislegir, þar ríkir jákvætt og afslappað andrúmsloft og dæmi voru um framsækna kennsluhætti. Gögn sem þessi gefa innsýn fremur en yfirsýn um starf skólanna. Þeim er heldur ekki ætlað að alhæfa um starf annarra skóla.

  • The aim of this project is to show how two Icelandic schools turn theories into practice. Both of them work by particular theories that could be considered progressive, created by well known scholars. This was a qualitative research. There were interviews with principals and a field study in classes took place where the approaches were looked upon. The approaches were some of those manifested in the theories and the way they were implemented in the schools. Ugluklettur, a pre-school in Borgarnes works by the flow-theory, created by Mihalyi Csikszentmihalyi. The flow theory is mainly about how students are able to focus on a project which they are to perform and how a school can create the learning environment for their students to gain focus on meaningful learning. The other school in this researh is Krikaskóli. It is an kindergarten and elementary school in Mosfellsbær that works by John Dewey´s theories of experience, activity, democracy and meaningful learning. The research shows that the theories those two schools work by are rather obvious in their daily routine. The school administrations have a clear vision of how to use these theories in their schools and the teachers are interested in and influenced by the theories. Both schools seem to function well, the children seem happy and content with the projects they are working on. The research shows that the schools are democratic, have a pleasant atmosphere and there were clear examples of democratic pedagogy. It is clear from a methodological point of view that the data collected is not sufficient enough to get an overview of the work done by the schools as a whole, nor is there a clear indication about the work of other schools.

Samþykkt: 
  • 26.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framsækið skólastarf-jan13.pdf810.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna