is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1407

Titill: 
  • Vinnuaðstaða, líkamsbeiting og verkir frá stoðkerfi bænda við mjaltir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gott vinnuumhverfi og góð vinnuaðstaða er öllum mikilvæg ekki síst kúabændum sem sinna mjöltum 365 daga ársins, bæði kvölds og morgna. Vinnuumhverfi mannsins er ekki alltaf hannað með þarfir hans og vellíðan að leiðarljósi og getur því reynst heilsuspillandi. Reynt er að draga úr því með íslenskum lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Rannsóknir hafa farið fram á vinnuumhverfi nokkurra starfstétta á Íslandi en engin á vinnuumhverfi bænda. Slíkt hefur þó verið gert erlendis og sýnt fram á að stoðkerfisverkir og aðrir atvinnutengdir kvillar hrjá þá ekki síður en aðrar stéttir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna vinnuumhverfi bænda við mjaltir í þrem mismunandi gerðum fjósa, beitingu þeirra við vinnu og verki frá stoðkerfi. Hugmyndafræðin sem stýrði rannsókninni var líkanið um iðju mannsins. Í úrtakinu voru 12 einstaklingar sem bjuggu á sex bændabýlum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Þátttakendur voru valdir úr þýðinu með lagskiptu markvissu úrtaki til að endurspegla dæmigerðar, hliðstæðar aðstæður í hverju lagi og var megindlegri rannsóknaraðferð beitt. Matstækið var þríþætt, spurningarlisti um bakgrunn, umhverfi og verki, gátlisti við mælingar á umhverfi og Norræna matskerfið sem er mat á hættu á sjúkdómum vegna líkamsbeitingar. Við skráningu gagna var hugbúnaðurinn Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) notaður. Lýsandi tölfræði var beitt. Niðurstöður sýndu að lausagöngufjós með mjaltabás býður upp á betri skilyrði fyrir rétta líkamsbeitingu og ef kynin eru borin saman hafa konur meiri tilhneigingu til að fá verki en karlar.
    Lykilorð: Vinnuvistfræði, álagseinkenni, líkamsbeiting og fjósgerð.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinnuaðstaða bænda_e.pdf66.38 kBOpinnVinnuaðstaða - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Vinnuaðstaða bænda_h.pdf99.96 kBOpinnVinnuaðstaða - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Vinnuaðstaða bænda_heild.pdf8.43 MBTakmarkaðurVinnuaðstaða - heildPDF
Vinnuaðstaða bænda_u.pdf93.77 kBOpinnVinnuaðstaða - útdrátturPDFSkoða/Opna