is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14072

Titill: 
  • Hvernig vegnar ættleiddum börnum af erlendum uppruna á mið- og efsta stigi í grunnskóla?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á hvernig börnum sem ættleidd hafa verið erlendis frá og dvalið hafa þar á stofnun, vegnar námslega og félagslega á miðstigi og efsta stigi grunnskólans. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn sem byggði á ellefu hálfopnum viðtölum við sjö umsjónarkennara og þrjá sérkennara á miðstigi og efsta stigi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin voru tekin í apríl–júní 2012. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ákveðinn hópur ættleiddra barna af erlendum uppruna sem dvalið hafa á stofnun, er í aukinni hættu að eiga við námserfiðleika, athyglisbrest með eða án ofvirkni og/eða málþroskavanda að stríða. Munurinn á málþroska ættleiddu barnanna í rannsókninni var mikill og spannaði allt frá góðum málþroska til alvarlegs málþroskavanda. Í niðurstöðum kemur fram að meirihluti nemenda er í góðum tengslum við foreldra, kennara og bekkjarfélaga að mati viðmælenda en það stangast á við fjölmargar erlendar rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Þótt ákveðinn hópur ættleiddra barna sem dvalið hafa á stofnun, sé í aukinni áhættu varðandi náms- og hegðunarerfiðleika sem og frávika í málþroska þá eiga þessi börn, að mati viðmælenda í rannsókninni, oft sterkara tilfinningalegt bakland í foreldrum en mörg önnur börn. Miklar líkur eru á því að þessi öflugi stuðningur foreldra vinni gegn áhættuþáttum og getur orðið hornsteinn að velgengni barnanna bæði félagslega og tilfinningalega. Niðurstöður sýna jafnframt að efla þarf verulega þekkingu og skilning skólafólks á þeim erfiðleikum sem mörg börn, ættleidd erlendis frá, kunna að glíma við.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of the research is to expand understanding of how children, who were adopted from another country and lived in an institution, do academically and socially at the mid- and upper levels of compulsory school. The study consisted of qualitative research, based on 11 half-open interviews with seven supervising teachers and three special-education teachers at the mid- and upper levels of compulsory schools in the capital area. The interviews were taken in the period April-June 2012. The research findings indicate that a certain group of adopted children of foreign origin who have lived in an institution are at increased risk of having difficulties with studies, attention disorder (with or without hyperactivity) and/or language development. The difference in the adopted children's language development was great, ranging from good language development to serious language development difficulties. The findings show that a majority of students have good mental relations with parents, teachers and classmates, in the view of those interviewed, but this contradicts numerous foreign studies indicating the opposite. Although a certain group of adopted children who have stayed in an institution is at increased risk regarding academic and behavioural difficulties as well as deviations in language development, in the view of those interviewed in the research, these children often have stronger emotional support from parents than many other children. It is highly probable that this strong support from parents counteracts risk factors and can become a cornerstone of the children's success, both socially and emotionally. The findings also show that school people's knowledge and understanding of the difficulties that many children adopted from another country may be grappling with must be substantially strengthened.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 29.2.2016.
Samþykkt: 
  • 26.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf138.6 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf220.6 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Loka+ritgerð+tilbúið+til+prentunar+13.+feb.+2013.pdf2.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna