is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14075

Titill: 
 • Tölvustutt tungumálanám : úttekt í grunnskólum Íslands
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá innsýn í notkun tölvustuddrar tungumálakennslu í íslenskum grunnskólum.
  Rannsóknin fór fram í apríl 2012 og var beiðni um svör við rafrænni spurningakönnun send til allra grunnskóla Íslands. Unnið var úr gögnunum með lýsandi tölfræði. 137 gild svör fengust og samanborið við tölur Hagstofu Íslands er álitið að úrtakið gefi góða mynd af þýðinu.
  Helstu niðurstöðurnar eru á þá leið að allir þátttakendur nota upplýsingatækni á einhvern hátt til stuðnings við tungumálakennsluna. Þeir eru jákvæðir gagnvart notkun hennar, bæði í hinu daglega líf og við kennslu. Færni þátttakenda hvað varðar ýmsar aðferðir tengdar upplýsingatækni er langt yfir meðallagi. Í ljós kom að yngsta kynslóð kennara (yngri en 30 ára) hefur forskot varðandi notkun nýjunga líkt og snjallsíma í daglegu lífi. Aldur hefur þó lítil áhrif á notkun aðferða við kennslu.
  Áhugi og öryggi kennara við tækninotkun hefur úrslitaáhrif á hversu mikið og á hvaða hátt upplýsingatækni er notuð í tungumálakennslu. Kennarar sem hafa mikinn áhuga á upplýsingatækni eru líklegri til að nota hana oftar og verða þar af leiðandi öryggari við að beita aðferðum sem henni tengjast. Hvað tungumálakennslu varðar þýðir þetta að viðkomandi kennarar nýta sér möguleika upplýsingatækni mun oftar og beita einnig fleiri og nýlegri aðferðum en aðrir kennarar.
  Fáir nýta sér þann möguleika að búa til rafrænt kennsluefni, sérniðið að þörfum viðkomandi nemendahóps, með hjálp forrita eins og Hot Potatoes eða aðferða eins og vefleiðangra. Þetta krefst að vísu sérstakrar menntunar að búa til efni af þessum toga en slíka menntun fengu kennarar af eldri kynslóðinni ekki í kennaranámi sínu.
  Ekki geta allir kennarar, þrátt fyrir mikinn áhuga og færni, nýtt sér upplýsingatækni við kennslu vegna hindrana á borð við takmarkaðan aðgang að nothæfum tölvum.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research was to gain insight into computer assisted language learning (CALL) in Icelandic elementary schools and investigate the relationship between teachers´ attitudes and skills to usage of CALL.
  The quantitative research was conducted in April 2012. A request for answering a web survey was sent to all schools by e mail.
  145 answered the survey but 8 answers appeared to be invalid. The 137 participants remaining in the sample were compared to data of the Statistical Office of Iceland and seemed to give a good picture of the population.
  The findings revealed that all teachers were positive about information communications technologies (ICT) and all of them have used CALL in one or another way in their language teaching. Participants´ computer skills were far above average while the youngest generation of teachers (under 30 years old) showed particularly higher skills in using innovations like smartphones in daily life. However, participants´ age was not related to usage of ICT technologies in class.
  Teachers´ interest in and confidence towards ICT use has great impact on how much and in what way ICT is used for language teaching. Those who are more interested feel usually more confident. They are more likely to give CALL more space in their teaching and use more unconventional and newer methods.
  Still there are just a few teachers who make their own electronic teaching materials (Hot Potatoes or web quests) to fit the needs of their students; one reason might be lack of education in this field.
  Participants who were interested in using CALL and seemed to have the necessary skills yet have to overcome obstacles like computer access.

Samþykkt: 
 • 27.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. ritgerð_Sonja Suska_loka.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna