is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14079

Titill: 
  • Birtingargátt Arion
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Arion banki hefur um alllangt skeið veitt viðskiptavinum sínum aðgang að rafrænum skjölum í netbanka þar sem reikningsyfirlitum, launaseðlum, greiðsluseðlum og fleiri skjölum er miðlað með rafrænum hætti. Sendandi rafræns skjals getur náð fram talsverðu hagræði í sínum rekstri því að rafræn skjöl eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en almenn póstsending skjala.
    Birtingarkerfi Reiknistofu bankanna (RB) er ýmsum takmörkunum háð og því vill Arion banki koma til móts við viðskiptavini sína með aukinni þjónustu við gerð rafrænna skjala. Birtingargátt er vefþjónusta sem opnar fyrir vörpun skjala á birtingarform RB.
    Birtingargátt er þjónusta sem er umhverfisvæn, því að með henni er hægt að draga stórlega úr pappírsnotkun. Þannig geta viðskiptavinir bankans sparað sér umtalsverða fjármuni og fyrirhöfn, með því að senda greiðsluseðla og önnur skjöl rafrænt í birtingarkerfi RB í stað þess að prenta þau út. Með því að nýta rafrænar lausnir bankans geta viðskiptavinir sparað sér talsverð útgjöld á hverju ári og allan pappírinn sem fylgir gluggapóstinum.

Athugasemdir: 
  • Heildartexti lokaskýrslu. Prentuð útgáfa og öll fylgiskjöl á CD eru varðveitt á bókasafni HR.
Samþykkt: 
  • 28.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birtingargatt-Arion-Lokaskyrsla.pdf588.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna