is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14088

Titill: 
 • Hvað er umgengnisréttur? Er hann réttur barnsins eða foreldra
 • Titill er á ensku Custody Agreements: In the best interest of child or the parents?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umgengnisréttur er byggður á þeirri meginreglu að það sé hagur barnsins að eiga samvistir við báða foreldra sína. Meginreglan er grundvölluð á þeim sjónarmiðum að eðlilegast er að það falli undir verkahring foreldra að sameiginleg niðurstaða um umgengni náist með hag barnsins fyrir brjósti. Undanfarna áratugi hefur orðið breyting á fyrirkomulagi er varðar forsjá og umgengni foreldra við börn sín eftir skilnað, sambúðarslita eða þegar barn fæðist og móðir býr ekki með föður þess. Rannsóknir og þekking bæði á félagshæfni, þroska og hagsmunum barna hefur leitt í ljós að hagur barna er betur tryggður ef það nýtur umgengni við báða foreldra. Þessi réttur er tryggður bæði samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Ef litið er til sögulegrar þróunar á foreldrahlutverkinu var það meira í höndum mæðra að sjá um uppeldi barna sinna en hlutverk föður var að sjá um framfærslu fjölskyldunnar.
  Jafnréttisbaráttan hefur verið meginforsendan fyrir því að þetta hlutverk hefur breyst og feður hafa krafist aukinnar þátttöku í uppeldi barna sinna. Í opinberri umfjöllun hefur heyrst að sumir foreldrar telja sig eiga í erfiðleikum með að fá að njóta umgengni við börn sín. Höfundur ákvað að skoða þróun, breytingar og inntak umgengnisréttar en einnig hvort hann sætir einhverjum takmörkunum og í hvaða tilfellum. Höfundur vildi huga að réttindum barnsins sjálfs til umgengni og vernd þeirra. Jafnframt því verður fjallað um tálmanir, lagaleg úrræði og fleira sem lýtur að umgengnisrétti. Mikil áhersla hefur verið undanfarna áratugi að jafna þátttöku beggja foreldra í uppeldi og umönnun barna sinna með lögfestingu nýmæla og breytingum á barnalögum. Dómaframkvæmd í bráðabirgðaforsjármálum vísar í þá átt að horfið hefur verið frá að dæma foreldri lágmarks umgengni í rýmri umgengnisrétt foreldra við börn sín. Í þeim tilvikum þar sem farið er fram á takmarkanir eins og eftirlit eða höfnun á umgengnisrétti verða að vera haldbærar sannanir fyrir hendi en ennfremur virðist hallast á að staðið er frekar vörð um foreldraréttinn til umgengni heldur en vernd á hagsmunum og þörfum barnsins. Sáttamiðlun virðist gefa von um samræmingu á framkvæmd en einnig að hægt sé að fá foreldra til þess að aðskilja vandamál síns frá hagsmunum barnsins og gefa barninu tækifæri á að mynda sterk tengsl við umgengnisforeldrið og fjölskyldu þess

 • Útdráttur er á ensku

  The right of access is based on the principle it is in the child best interest to enjoy time with both its parents. The principle is based on the fact that it should fall on the hands of both parents to reach amicable agreement regarding their child´s care and custody based on the „best interest“ of the child. In the past decades a change has been emerging concerning the custody arrangements and the right of access of parents once separated or divorced. Studies have shown that a child’s socialization, development, and competence is better benefitted if the child has and can enjoy time with both parents equally. The right of access is protected by both Icelandic and international laws.
  Looking at the historical development of parenting it was more in the hands of mothers to care for their children’s upbringing, but the father’s role was to provide for the family.
  The gender equality laws have been the primary reason this role has change and fathers have demanded increased participation in the upbringing of their children. The public discussion has been heard (It has been heard in the public discussion) that some parents believe they are struggling to get the right of access to their children. The author decided to examine the development, modification (and interpretation of the „right to access“ laws but also whether the parents are subject to some limitation and in which situations the limitations apply. The author will also consider the protection and rights of the child compared to right of parental access. Furthermore, the authors will discuss the prevention, legal resources, and other aspects of access rights. Many changes have been made in the recent decades that emphasize the balanced participation of parents in the upbringing and care of their children; with the implementation of innovation and changes in children´s law.
  Court rulings in provisional custody cases are leading in the direction that the parental access rights override the children’s protection rights. In cases where restricted access and monitoring are requested and reliable evidence exists it still seems that parental access has the priority. Mediation gives hope that the parents will examine the problems of access in the best interest of the child while allowing it to form strong familial relationships with both parent´s families.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2030
Samþykkt: 
 • 28.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BHS_ML_Lokaskil.pdf1.16 MBLokaður til...31.12.2030HeildartextiPDF