is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14097

Titill: 
  • Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu
  • Titill er á ensku The decision of the Icelandic government to recognize the independence and sovereignty of the State og Palestine
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvað getur hugsanlega útskýrt þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu.
    Fyrst verður farið yfir ríkjandi kenningar í alþjóða- og öryggisfræðum og velt upp þeirri hugmynd hvort Ísland hafi verið að færast undir áhrifasvæði Evrópu síðastliðna áratugi með aukinni samþættingu við álfuna. Þá verður farið yfir sögu Palestínu-Ísraelsdeilunnar, samskipti Íslands við deiluaðila og atburðarásina í kringum viðurkenningu landsins á sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Með tilliti til sögunnar, atburðarásarinnar og samskipta ríkjanna verður síðan reynt að finna ákvörðuninni stað innan fræðanna. Helstu niðurstöður eru þær að afar erfitt reynist að heimfæra ákvörðunina undir raunhyggju en þó er hægt að tengja hana við raunhyggju Waltz ef ákvörðun íslenskra stjórnvalda var tekin með það að markmiði að viðhalda valdajafnvægi í alþjóðasamfélaginu. Þar sem Ísland fékk ekkert í sinn hlut í kjölfar viðurkenningarinnar reynist einnig erfitt að finna ákvörðuninni stað innan frjálslyndisstefnu en þó er hægt að tengja hana við áherslu stefnunnar á mannréttindi. Helstu kenningar og hugmyndafræði sem hægt er að fella ákvörðunina undir eru kenning Alexanders Wendts um stjórnleysi og hugmyndin um hina nýju „evrópsku öld“ þar sem þær fela báðar í sér breytta tíma sem leiða til þess að mögulegt er að taka slíkar ákvarðanir í dag.

Samþykkt: 
  • 5.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til BA-gráðu _ Hanna Ragnheiður Ingadóttir.pdf854.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna