is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/141

Titill: 
 • ,,Hann fékk þarna meiri trú á sjálfum sér" Ævintýrameðferð og annað umhverfi barna með geðræn vandamál: Sjónarhorn foreldra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur, annars vegar að afla upplýsinga um reynslu foreldra af þátttöku barna sinna í Ævintýrameðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala- háskólasjúkrahúss (BUGL) og fá upplýsingar um hvort þeir sáu einhverja breytingu á iðju barnanna fyrir og eftir þátttöku í meðferðinni. Hins vegar var tilgangurinn sá að fá upplýsingar um umhverfi barnanna, hvað styður þau og hvað má betur fara. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar: a) hvaða áhrif hefur Ævintýrameðferð á iðju barna, með geðræn vandmál, vilja þeirra, vana og framkvæmdafærni, að mati foreldra þeirra? og b) hvað er það í umhverfi barnanna sem veitir þeim stuðning í daglegu lífi og er eitthvað sem betur má fara, að mati foreldra þeirra?
  Í rannsókninni, sem var eigindleg, var stuðst við Líkanið um iðju mannsins. Tekin voru einstaklingsviðtöl við foreldra níu barna á aldrinum 12-14 ára sem lokið höfðu þátttöku í Ævintýrameðferð á BUGL á tímabilinu janúar til mars árið 2007. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð að þeim loknum. Í kjölfar þess var farið ítarlega yfir gögnin og þau kóðuð á opin hátt þar sem skimað var eftir hugtökum Líkansins um iðju mannsins og öðrum hugtökum sem voru lýsandi fyrir gögnin. Kóðin voru dregin út úr textanum og flokkuð saman í stærri heildir sem mynduðu grunn að væntanlegum þemum. Við greiningu gagna komu í ljós þrjú þemu: a) áhrif Ævintýrameðferðar, b) stuðningur í umhverfi og c) hvað má betur fara. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að Ævintýrameðferð hafði áhrif á vilja barna, þ.e. trú þeirra á eigin áhrifamátt og áhuga, en ekki á vana og framkvæmdafærni. Einnig kom í ljós mikilvægi stuðnings í umhverfi barna með geðræn vandamál. Greining gagna leiddi í ljós að foreldrum fannst vanta meiri stuðning frá heilbrigðis- og skólakerfinu og einnig komu fram hugmyndir um breyttan framgang Ævintýrameðferðar.
  Frekari rannsókna er þörf á Ævintýrameðferð, t.d að rannsaka sjónarhorn barnanna á meðferðina og kanna hvort meðferðin hefur langtímaáhrif á iðju barna. Einnig þyrfti að rannsaka frekar viðhorf foreldra til heilbrigðis- og skólakerfisins.
  Lykilhugtök: Ævintýrameðferð, iðja, börn og geðræn vandamál

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aevintyramedferd-laest.pdf1.03 MBOpinnheildarskráPDFSkoða/Opna