is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1410

Titill: 
  • "Mig langar soldið til þess að geta gert svipað og aðrir krakkar : eigindleg rannsókn á upplifun og reynslu nemenda með líkamlega fötlun á skólaumhverfi sínu og notagildi íslenskrar staðfæringar á matstækinu Upplifun nemenda á skólaumvherfi (UNS)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nemendur með líkamlega fötlun standa oft andspænis hömlunum í umhverfinu sem
    takmarka þátttöku þeirra í daglegri iðju á ýmsum vettvangi, þar á meðal í skólanum. Til að
    nemendur geti sinnt hlutverkum sínum og öllum þeim kröfum og væntingum sem fylgja þeim,
    þarf umhverfið að vera styðjandi. Skólaumhverfið setur oft á tíðum kröfur um frammistöðu
    sem nemendur með hreyfihömlun ráða ekki við og sem hamlar þátttöku þeirra í skólastarfi.
    Tilgangur þessarar rannsóknar er tvíþættur. Annars vegar að afla upplýsinga um þarfir
    nemenda með líkamlega fötlun fyrir aðlögun á skólavettvangi, með því að fá fram reynslu og
    upplifun þeirra á efnislegu og félagslegu umhverfi skólans. Hins vegar að afla upplýsinga um
    notagildi íslenskrar þýðingar og staðfæringar á sænska matstækinu Bedömning av
    Anpassningar i Skolmiljön (BAS). Á íslensku nefnist matstækið Upplifun nemenda á
    skólaumhverfi (UNS). Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig upplifa
    hreyfihamlaðir nemendur á aldrinum 10-15 ára skólaumhverfi sitt? Hafa nemendur með
    hreyfihömlun þörf fyrir aðlögun í skólastarfi/skólaumhverfi að eigin mati og þá hvers konar?
    Hvernig reynist matstækið UNS við að meta þarfir nemenda með hreyfihömlun fyrir aðlögun?
    Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð en hún gefur þátttakendum tækifæri á að tjá eigin
    upplifun og reynslu. Þátttakendur voru valdir að hluta til markvisst en einnig með svokölluðu
    þægindaúrtaki. Þeir voru 10 talsins, allir með líkamlega fötlun og á aldrinum 10-15 ára.
    Gagnasöfnun fór fram í formi hálfbundinna viðtala þar sem notast var við matstækið UNS.
    Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur rannsóknarinnar höfðu ýmist jákvæða og neikvæða
    upplifun af skólaumhverfi sínu. Allir þátttakendur upplifðu að þörfum þeirra væri ekki
    fyllilega mætt í skólaumhverfinu á einu eða fleiri sviðum. Mestu erfiðleikar komu fram við að
    skrifa og taka þátt í íþróttum en þau verksvið höfðu einnig verið minnst aðlöguð. Nemendur
    nefndu að mest hafði verið aðlagað í sambandi við próftöku. Fæstir þátttakendur höfðu þörf
    fyrir aðlögun í kennslustofu eða við að komast um innan og utan skóla.
    iii
    Matstækið kom að góðum notum við að fá fram upplýsingar um það sem vel reyndist og
    það sem betur mátti fara að mati nemenda, þ.m.t. þörf þeirra fyrir aðlögun við ýmsar aðstæður
    í skólanum. Með því að nemendur fái tækifæri til að tjá eigin reynslu og sjónarmið á færni og
    aðstæðum í skólastarfi fást mikilvægar upplýsingar um þarfir þeirra, sem stuðlar að
    markvissari og skjólstæðingsmiðaðri þjónustu iðjuþjálfa.
    Lykilhugtök: Upplifun nemenda á skólaumhverfi, nemendur með líkamlega fötlun og
    aðlögun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mig langar soldið_e.pdf53.94 kBOpinnMig langar soldið - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Mig langar soldið_h.pdf66.62 kBOpinnMig langar soldið - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Mig langar soldið_heild.pdf630.44 kBLokaðurMig langar soldið - heildPDF
Mig langar soldið_u.pdf80.48 kBOpinnMig langar soldið - útdrátturPDFSkoða/Opna