is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14101

Titill: 
  • Argentína og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn : kreppa og greiðslufall
  • Titill er á ensku Argentina and the International Monetary Fund : economic depression and default
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður samband Argentínu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rakið í aðdraganda efnahagshrunsins í landinu árið 2001. Varpað verður ljósi á hvað fór úrskeiðis og farið yfir helstu þætti þess sem steyptu Argentínu í svo háar skuldir að ríkið neyddist til þess að lýsa yfir greiðslufalli. Efnahagsvandi er ekki nýtt vandamál í Argentínu en það áfall sem skók landið árið 2001 er það vesta í sögu landsins til þessa. Á níunda áratug síðustu aldar var argentínskt efnahagslíf í molum og í landinu var óðaverðbolga. Sett voru róttæk lög,
    convertibily-lögin, til þess að koma efnahagslifinu aftur af stað og til skammst tíma tókst Argentínu undir handleiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að snúa hjólum efnahagslífsins.
    Hagvöxtur var mikill og unninn var bugur á verðbólgunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stærði sig af árangri Argentínu, en hann hafði áhif á ákvarðanir stjórnvalda með svokölluðum SBA
    lánum. Vangeta stjórnvalda til þess að hafa hemil á ríkisútgjöldum leiddi þó að lokum til þess að skuldir landsins og vaxtakostnaður varð óyfirstíganlegt vandamál fyrir Argentínu og
    greiðslufall varð niðurstaðan. Utanaðkomandi þættir eins og kreppurnar í Mexíkó og Brasilíu höfðu einnig áhrif á gang mála. Ritgerðin byggir á heimildum sem fengnar eru úr greinum,
    bókum og skýrslum ásamt fréttum af netmiðlum. Leitast var við að nota heimildir frá fræðimönnum og viðurkenndum stofnunum.

Samþykkt: 
  • 5.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_sigurdur_Runar_Sigurdsson_pdf.pdf288.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna