is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14103

Titill: 
  • Ímynd múslima í vestrænum fjölmiðlum : samanburður á umfjöllun fjölmiðlanna BBC og RÚV um hryðjuverkaárásirnar í London, 7. júlí 2005
  • Titill er á ensku Muslim Image in Western Media : comparison of news coverage from BBC and RÚV on the London terrorist attacks, 7th July, 2005
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhuginn á verkefninu vaknaði í júlí á þessu ári þegar höfundur sá heimildarmynd sem gerð var í tilefni þess að sjö ár voru liðin frá árásunum í London. Fjallaði myndin, sem ber heitið Mind the Gap, um það sem gerðist þennan örlagaríka dag. Sorg þeirra sem misst höfðu ástvin var mikil og áttu þau það sameiginlegt með eftirlifendum árásarinnar að spyrja hvers vegna enskir drengir gætu framkvæmt slíkt voðaverk. Í umræddri heimildarmynd kom það fram að tilræðismennirnir voru taldir tilheyra hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda og að þeir væru múslimar en hvergi kom fram hvaða trúarhópi þeir tilheyrðu. Við áhorf myndarinnar vöknuðu upp spurningar á borð við: Hvaða trúarhópi tilheyrðu þeir? og var gerður greinarmunur á hinum almenna múslima, þeim sem fylgja hinni raunverulegu stefnu Islam og þeim sem þykja sjálfsmorðsárásir réttlætanlegar? Þegar þessar spurningar vöknuðu áttaði höfundur sig á því að hún var komin með markmið. Markmiðið með ritgerðinni er að skoða ímynd múslima í vestrænum fjölmiðlum.
    Til þess að komast að því hver ímynd múslima í vestrænum fjölmiðlum er, var ákveðið að nota kenningu Samuel Huntington um átök milli menningarheima og kenningu Edward Said um óríentalisma. Þá var hlutverk fjölmiðla í lýðræðisríkjum skoðað og gert var grein fyrir helstu trúarhópum múslima. Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda voru einnig skoðuð þar sem talið var að tilræðismennirnir tengdust þeim. Þá voru fréttir frá BBC tengdar atburðinum skoðaðar og þær bornar saman við fréttir frá fréttastofu RÚV.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að umfjöllun fjölmiðlanna var hlutlæg þegar kom að fréttum tengdum tilræðismönnunum sjálfum og múslimum sem heild. Fréttastofa BBC gerði þó betur grein fyrir viðmælendum sínum en fréttastofa RÚV en fréttir RÚV einkenndust af illa þýddum fréttum frá hinum ýmsu erlendu fjölmiðlum.

Samþykkt: 
  • 5.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.BA-alþjóðafræði.Valgerður K Einarsdóttir.pdf870.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna