is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14113

Titill: 
 • Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga
 • Titill er á ensku What defines where a legal entity has tax residence according to Icelandic tax laws and double tax avoidance agreements
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um það hvaða reglur ráði því í hvaða ríki félag telst skattskylt, sérstaklega með tilliti til ákvæða laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem og ákvæðum tvísköttunarsamninga. Helstu hugtök sem tekin eru fyrir eru heimilisfesti og við ákvörðun heimilisfesti er m.a. litið til efnisinntaks skráningarreglunnar og stjórnsætisreglunnar, einnig þekkt sem aðsetursregla. Skráningarreglan nær til þess hvar félag er skráð og stjórnsætisreglan hvar stjórn félagsins hefur sæti, þ.e. hvar stjórn kemur saman og fer með stjórn félags.
  Mest var horft til laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og helst 2. og 3. grein þeirra auk tvísköttunarsamninga, ásamt því að litið var til Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.
  Niðurstaða þessarar ritgerðar er sú að félögum er mögulegt að ákvarða í hvaða ríki þeim þykir hagfelldast að greiða skatta og haga starfsemi félagsins þannig að þeir greiði skatta í því ríki sem þeir kjósa. Möguleikinn er fyrir hendi þar sem misjafnt er milli landa hvaða viðmiðum og reglum er beitt við ákvörðun heimilisfesti lögaðila. Til þess að félög geti ákvarðað sjálf í hvaða ríki þau greiða skatta þurfa stjórnendur að kunna góð skil á skattarétti, öðrum lögum og mögulega dómum sem fallið hafa í þeim löndum sem starfsemin fer fram í sem og því landi sem þeir vilja greiða skatta til. Búið er að lagfæra margar af þeim glufum sem mögulegt var fyrir lögaðila að notast við áður fyrr til að komast undan því að greiða skatt. Hafa þær breytingar komið til bæði í kjölfar dóma og úrskurða sem fallið hafa og einnig vegna ábendinga og samræmingar skattalöggjafar milli landa. Þá hefur íslenska ríkið gert upplýsingaskiptisamninga við fjölda landa síðan 2007 eða 35 talsins sem gerir það að verkum að upplýsingaöflun um erlenda starfsemi lögaðila verður auðveldari. Allt hjálpar þetta til við að minnka líkur á því að lögaðilar geti komist undan því að greiða skatt.
  Þau úrræði sem mögulega mætti grípa til svo skattheimtur aukist hérlendis gætu t.a.m. verið að auka upplýsingaflæði milli landa og hefur nú þegar verið gert að einhverju leyti, sér í lagi eftir bankahrunið 2008. Einnig mætti samræma skattalöggjöf enn frekar milli landa. Spurning er þó að hversu miklu leyti mögulegt er að samræma skattalöggjöf þar sem hvert land hefur sér löggjöf sem bæði hefur áhrif á önnur lög og einnig hafa önnur lög áhrif á skattalöggjöf hvers lands. Hvert land hefur sína sérstöðu, ekki aðeins hvað varðar lög heldur einnig hefðir, venjur og tengsl milli landa.

Samþykkt: 
 • 6.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JSS BS lokaskil.pdf517.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna