is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14115

Titill: 
 • Hæfisskilyrði framkvæmdastjóra og stjórnarmanna eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja skv. 52. gr.laga nr. 161/2002
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirlit á starfsemi á fjármálamarkaði er mikilvægur partur af öruggu fjármálaumhverfi.
  Fjármálaeftirlitið sér um slíkt eftirlit að stærstum hluta hér á Íslandi. Sækir það heimildir í lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Eitt af eftirlitsverkefnum
  Fjármálaeftirlitsins er að ganga úr skugga um að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fjármálafyrirtækja séu starfi sínu vaxnir. Var því árið 2005 sett á fót hæfismat framkvæmdarstjóra og stjórnarmanna eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Byggir það að mestu á 52. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sú grein hefur tekið miklum breytingum frá setningu þeirra. Sú viðamesta var árið 2010 þar sem umfang greinarinnar var aukið til muna.
  Nauðsynlegt þótti að virkja hæfismatið til hins ýtrasta eftir hrun íslenska fjármálakerfisins þar sem við rannsóknir á ástæðum þess kom í ljós að hæfi framkvæmdarstjóra og stjórnarmanna
  fjármálafyrirtækja á Íslandi væri virkilega ábótavant.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um hver hæfisskilyrði framkvæmdarstjóra og stjórnarmanna í eftirlitsskyldum fjármálafyrirtækjum eru, hvernig hæfismat fer fram, hverjar breytingarnar hafa verið frá setningu laga nr. 161/2000 um fjármálafyrirtæki og hvernig framkvæmd þessa hæfismats hefur gengið. Gerð er grein fyrir helstu réttarheimildum og
  lögskýringarsjónarmiðum sem gilda um hæfismat Fjármálaeftirlitsins auk þess sem litið er til
  áhrifa þess.

Samþykkt: 
 • 6.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Örvar Sveinsson. Hæfisskilyrði stjórnenda..pdf9.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna