Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/14116
Viðfangsefni ritgerðarinnar er 1. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985 sjómannalaga. Sérstaklega er túlkun dómstóla á málsgreininni skoðuð en fjölmargir dómar hafa fallið síðan lögin tóku gildi. Fyrst er litið á þróun vinnuréttar hér á landi er viðkemur rétti launafólks í sjúkdóma- og slysatilfellum. Sérstaklega er litið á þróun sjómannalaga en fyrstu lög sem tóku á rétti sjómanna voru sett 1914, þó var það ekki fyrr en 1930 sem fyrstu eiginlegu sjómannalögin voru lögfest. Hugtök sem skipta máli um túlkun réttar skipverja eru nánar útlistuð og þeir dómar sem taka á ákveðnum álitamálum eru reifaðir. Markmið höfundar er að komast að því hvort réttur skipverja sé nægilega skýr samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laganna og þá sérstaklega varðandi skilgreiningu á orðinu „óvinnufær.“ Að lokum verða dregnar saman helstu niðurstöður höfundar, en þær eru að nokkur óvissa ríkir um skilgreiningu á óvinnufærni þegar kemur að réttindum skipverja.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Er_rettarstada_skipverja_skyr_Sigursveinn_Thordarson.pdf | 520.9 kB | Open | Heildartexti | View/Open |