is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14117

Titill: 
  • MiFID-tilskipunin : hvað felst í markmiði hennar um aukna vernd fjárfesta?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga, eða svokölluð MiFID-tilskipun, sem kom í stað tilskipunar nr.
    93/22/EBE (ISD-tilskipunin). Allra helst er gert grein fyrir hvað felst í markmiðum hennar um að auka vernd fjárfesta. Sérstök aðgerðaráætlun Evrópusambandsins á sviði fjármálamarkaða
    var sett af stað árið 2000. Var með henni skipuð nefnd sem lagði til svokallað Lamfalussy ferli, sem er þrepa skipt ferli sem miðar að því að samræma tilskipanir og reglugerðir
    Evrópusambandsins í löggjafir aðildarríkjanna. Er MiFID-tilskipunin útkoma þessarar aðgerðaráætlunar Evrópusambandsins.
    Vegna mikillar fjölgunar fjárfesta á fjármálamörkuðum og það að þeim stóð til boða stöðugt flóknari og víðtækari þjónusta og gerningar, var talið nauðsynlegt að kveða á um samræmingu
    sem veitti fjárfestum víðtæka vernd. Þær greinar sem kveða á um fjárfesta vernd, og eru til umfjöllunar í þessari ritgerð, eru varnir gegn hagsmunaárekstrum, upplýsingagjöf gagnvart
    viðskiptavinum, flokkun viðskiptavina, mat á hæfi viðskiptavinar og reglan um bestu framkvæmd sem er talin helsti hornsteinn tilskipunarinnar. Skoðað er hvernig reglurnar hafa
    verið í dómaframkvæmd, þ.á.m. í úrskurðum Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki og niðurstöðu Hæstaréttar í dómi 263/2012.

Samþykkt: 
  • 6.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Sveinbjörn_lokaskil-á-skrifstofu.pdf387,95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna