is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14119

Titill: 
 • Velferð í veikindum : réttindi vinnandi fólks í alþjóðlegu samhengi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknar þessarar eru sjúkratryggingar á Íslandi, þ.e.a.s. sá hluti sem snýr að einstaklingum með beinum greiðslum í veikindaorlofi. Eða m.ö.o. rannsókn á því hvaða fjármuni íslenskir launþegar fá í hendurnar til að tryggja afkomu sína verði þeir fyrir því að veikjast alvarlega. Niðurstöður eru
  bornar saman við fjögur önnur lönd, eitt úr hverjum flokki Esping-Andersenmiðað við flokkun hans á velferðarkerfum, og eitt sem dæmi um blandað kerfi.
  Löndin sem fyrir valinu urðu eru: Bretland (frjálslynda kerfið), Þýskaland (íhaldssama kerfið), Danmörk (félagslega kerfið) og Noregur (blandað kerfi). Markmiðin með rannsókninni eru að greina íslenska sjúkratryggingakerfið út frá þessum greiðslum, skoða hvernig verkaskiptingu íslenska velferðarkerfisins
  er háttað varðandi þær, skoða kerfið út frá greiningu Esping-Andersen á einkennum velferðarkerfa og að framkvæma samanburð á íslenska kerfinu og kerfum í samanburðarlöndunum fjórum.
  Skoðaðir voru kjarasamningar, reglugerðir og úthlutunarreglur sex stéttarfélaga og sjúkrasjóða og réttindi samkvæmt þeim borin saman. Þau félög sem fyrir valinu urðu eru: VR, SFR, Efling, Kennarasamband Íslands, Verslunarmannafélag Skagafjarðar (VS) og Eining-Iðja. SFR og VR lögðu síðan til raunupplýsingar
  til að hægt væri að kafa dýpra og skoða raunverulegar greiðslur.
  Einnig var gerð viðhorfskönnun meðal félagsmanna SFR og VR í þeim tilgangi að kanna þekkingu launþega á réttindum sínum í veikindum og meta hvort þessi réttindi skipti máli varðandi stéttarfélagsaðild.
  Helstu niðurstöður eru þær að sé íslenska sjúkradagpeningakerfið skoðað út frá flokkun Esping-Andersen á velferðarkerfum í íhaldssöm, frjálslynd og félagsleg kerfi, flokkast það sem blandað kerfi og fellur á milli félagslega klasans
  og þess íhaldssama. Ástæður eru þær helstar að kerfið er afar atvinnutengt, réttindi eru áunnin og fylgja stéttarfélagsaðild. Í ljósi þessa verður að telja að sá hluti íslenska velferðarkerfisins sem hér er til skoðunar, þ.e. sjúkradagpeningakerfið,sé ekki til þess fallinn að ýta undir af-vöruvæðingu íslenskra launþega. Félagsleg réttindi innan kerfisins eru hverfandi og lagskipting mikil.

Samþykkt: 
 • 7.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur_Agustsdottir.pdf618.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna