is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1412

Titill: 
 • Aðgengi í íbúðum : fyrir 50 ára og eldri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á síðustu árum hefur athyglin í auknum mæli beinst að aðgengi í íbúðum. Gott aðgengi er
  mikilvæg forsenda þess að fólk með skerta færni geti búið heima við eðlilegt heimilislíf. Þeir
  þættir sem hafa áhrif á aðgengi eru færni einstaklings og efnislegar hindranir í umhverfinu.
  Erlendar rannsóknir benda til þess að á heimilum aldraðra séu hindranir sem geta hamlað
  þátttöku þeirra í daglegri iðju. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að lýsa
  hindrunum og hugsanlegum aðgengisvandamálum í íbúðum sem eru auglýstar fyrir 50 ára og
  eldri. Í öðru lagi var tilgangurinn að leggja mat á hagnýtt gildi matstækisins Housing Enabler
  við að meta aðgengisvandamál í ofangreindum íbúðum. Í úrtakinu voru fimm íbúðir í
  fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem valdar voru með hentugleikaaðferð. Rannsóknin
  fór fram sem forkönnun og notað var lýsandi, megindlegt rannsóknarsnið. Hindranir voru
  metnar hlutlægt með umhverfishluta matstækisins, sem aðlagað var að íslenskum
  aðgengisstöðlum. Tvær færnimyndir voru skilgreindar með hliðsjón af færnihluta
  matstækisins, annars vegar fólk sem notar hjólastól og hins vegar fólk með skert jafnvægi og
  úthald. Skoðuð voru umfangsmestu aðgengisvandamálin fyrir þessar færnimyndir.
  Niðurstöður sýndu að hindranir voru í öllum íbúðunum og aðkomuleiðum þeirra. Þyngstu
  aðgengisvandamálin voru meðal annars háir þröskuldar að svölum, þungar hurðir í
  inngöngum, of hátt staðsettir efri skápar í eldhúsi og ýmsar hindranir í aðkomuleiðum úr
  bílageymslum. Einnig skorti handföng á baðherbergjum. Housing Enabler er umfangsmikið
  matstæki í notkun og úrvinnslu og gerir miklar kröfur til nákvæmni og leikni matsmanna.
  Niðurstöður benda til þess að það hafi hagnýtt gildi við að greina milli íbúða. Auk þess
  skerpir það augu matsmanna fyrir hindrunum sem geta valdið fólki með ólíkum
  færniskerðingum vandamálum.
  Lykilhugtök: Aldraðir, íbúðir, hindranir, aðgengi, aðgengisvandamál.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðgengi í íbúðum_heild.pdf31.53 MBOpinnAðgengi íbúða - heildPDFSkoða/Opna