is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14125

Titill: 
 • „Það þarf að læra íslensku til að geta klárað námið“ : sýn innflytjenda frá Asíu og Afríku sem hafa lokið framhaldsskóla á Íslandi á skólagöngu sínu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um innflytjendur frá Asíu og Afríku sem hafa lokið framhaldsskólagöngu á Íslandi. Byggt er á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var árið 2012. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu innflytjenda frá fjarlægum heimsálfum, sem hafa útskrifast úr framhaldsskóla á Íslandi, af skólagöngu sinni. Skoðað var hvaða sýn viðmælendurnir hafa annars vegar á það hvað stuðli að velgengni nemenda í framhaldsskólanámi, sem koma frá menningarsvæðum sem eru mjög frábrugðin Íslandi, og hins vegar hvað hindri velgengi. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórar ungar konur og fjórir ungir karlar sem fluttust til Íslands á aldrinum 10 til 17 ára frá nokkrum ólíkum löndum í Asíu og Afríku. Þegar viðtölin fóru fram var fólkið á aldrinum 20-28 ára og voru flestir í háskólanámi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir mismunandi fjölskylduaðstæður fengu allir þátttakendur mikla hvatningu og stuðning til náms frá fjölskyldum sínum. Þetta eru allt einstaklingar sem gekk vel í skóla í heimalöndum sínum. Það nægði þó ekki að eiga auðvelt með nám. Til að ná árangri þurfti unga fólkið að ná góðum tökum á íslensku og eyða miklum tíma í námið. Þau sem gengu í grunnskóla á Íslandi töldu þá ekki undirbúa innflytjendur nægilega vel undir framhaldsskólanám því þar séu engin lágmarksviðmið sem þurfi að ná til að mega flytjast á milli ára. Í framhaldsskólunum séu gerðar sambærilegar kröfur til innflytjenda og annarra nemenda til að ljúka áföngum. Því gefist margir upp þegar í framhaldsskólana er komið. Auk þess fái margir frekar hvatningu frá fjölskyldum sínum til þess að fara að vinna og afla launa en að fara í skóla.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses immigrants from Asia and Africa who finished their secondary school education in Iceland. The thesis is based on the results of a qualitative research which was carried out in 2012. The aim of the study was to gain some insight into Asian and African immigrants‘ experiences of the Icelandic secondary school system. The study examined what factors the interviewees considered important in gaining success in secondary education and what factors hindered success among students with different cultural background from Icelanders. The participants in the research were four young women and four young men who had moved to Iceland from various different countries in Asia and Africa at the age of 10 – 17 years old. At the time of the interviews the participants were 20 – 28 years old and most of them were university students.
  The results of the study show that, despite different family circumstances, all the participants received a lot of encouragement and support from their families. All the participants had done well at school in their native country. It was, however, not enough to be a good student. To succeed the young people had to become fluent in Icelandic and had to work hard and spend a lot of time on their studies. Those who went to elementary schools in Iceland claimed that the schools didn‘t prepare immigrants sufficiently for their studies at secondary schools because there are no passing marks between classes at the elementary school level. At the secondary school level the immigrants are required to reach the same standards as other students, which they often find hard to reach and, therefore, many of them give up and quit school. Another reason for quitting secondary school is that a lot of families encourage their children to find a job and start earning money rather than spending their time on secondary education.

Samþykkt: 
 • 7.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það þarf að læra íslensku til að geta klárað námið.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna