is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14134

Titill: 
 • Stig þroskahömlunar, holdafar og þrek hjá grunnskólabörnum með þroskafrávik : hreyfing og heilsa íslenskra grunnskólabarna með þroskafrávik - Health ID
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Offita barna með þroskahömlun er að aukast í heiminum og er hún oft hærri en á meðal barna án þroskahömlunar. Ekki hafa margar rannsóknir verið gerðar á börnum með þroskahömlun sem kanna holdafar, þol og stig þroskahömlunar.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort holdafar og þolbarna með þroskahömlun (ID) væri frábrugðið því sem mælist meðal barna án þroskahömlunar (WID) og hvort stig þroskahömlunar hefði áhrif á holdafar og þol. ID börnin voru fengin í rannsóknina samkvæmt fyrri greiningu á þroskahömlun en WID börnin voru valin af handahófi meðal barna af sama kyni og aldri. Hæð, þyngd og mittismál vorumæld og líkamsþyngdarstuðull (BMI = kg/m²) var reiknaður út hjá 145 börnum með og án þroskahömlunar. Stig þroskahömlunar var metið með Bandelow greindarprófi (hér eftir nefnt greindarprófið). Þol var metið með stigvaxandi prófi á þrekhjóli.
  ID börnin voru lægri en með meira mittismál og hærra BMI en WID börnin (P< 0,05). Hlutfallslega fleiri (86,3%) WID börn voru í kjörþyngd en ID börn (62,5%)(P =0,004). Marktæk víxlverkun (P< 0,05) var á milli hópa og kyns í þolmælingunum þannig að enginn kynjamunur var meðal ID barna en WID drengirnir voru þolmeiri en WID stúlkurnar. ID börn voru marktækt lakari í öllum þáttum greindarprófsins (P ≤0,001) en WID börn. Sterk jákvæð fylgni var á milli einstakra þátta greindarprófsins og aldurs hjá ID börnum (r=0,55-0,66, P <0,001) en ekkert slíkt samband fannst hjá WID börnum. Hins vegar fannst lítið sem ekkert samband á milli einstakra þátta greindarprófsins og holdafars eða á milli þolmælinga hjá báðum hópum. Að sama skapi hafði stig þroskahömlunar ekki áhrif á BMI, mittismál eða þol.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ID börn séu feitari, með meira mittismál og lakara þol en WID börn. Mikilvægt er að halda áfram rannsóknum á þessu sviði og gefa þessum hópi barna meiri gaum en gert hefur verið hingað til.

 • Útdráttur er á ensku

  Obesity among children with intellectual disability (ID) is increasing in the
  world and it is often more prevalent than among children without
  intellectual disability (WID). There are very few studies on children with ID
  that have specifically investigated adiposity, aerobic fitness, and level of ID .
  The purpose of this study was to examine whether adiposity and aerobic
  fitness among children with ID were different from that of WID children,
  and to investigate whether level of ID would have any impact on adiposity
  and aerobic fitness. The ID children were classified as such by previous
  official tests of intellectual disability, whereas the WID children were
  randomly selected among children of same age and gender. Height, weight
  and waist circumference were assessed and body max index (BMI = kg/m²)
  was calculated among 145 children with and without ID. Cognition was
  assessed with the Bandelow cognitive test on a computer. Aerobic fitness
  was assessed with graded bicycle ergometer test.
  ID children were shorter,had more waist circumference, and had higher
  BMI than WID children (P<0.05). Relativley more (86.3%) WID children were
  in normal weight than ID children (62.5%) (P= 0.004). Significant interaction
  (P<0.05) was between group and gender on aerobic fitness in such a way
  that no gender difference was found among ID children but WID boys were
  more aerobically fit than WID girls. ID children scored significantly lower in
  every element of the cognitive test (P ≤ 0.001) than WID children. Strong
  positive correlation was between all elements of the cognitive test and age
  among ID children (r=0.55-0.66, P < 0.001) but not such connection existed
  in WID children. One the other hand, there were little-to-no connections
  between cognition and adiposity and aerobic fitness in both groups.
  Furthermore level of cognition did not have any impacton BMI, waist
  circumference and aerobic fitness.
  The result indicatet hat ID children have more fat, they have more waist
  circumference and worse physical fitness than WID children. It is important
  to continue research in this area and draw more attention to children with
  ID than has previously been done

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er hluti af rannsókn á hreyfingu og heilsu grunnskólabarna með þroskafrávik (health ID)
Samþykkt: 
 • 11.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlín Garðarsdóttir.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna