is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14136

Titill: 
 • Tjáning ónæmisgena í þorsklirfum mæld með RT-qPCR
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þorskeldi er vaxandi atvinnugrein í heiminum. Árið 2009 var framleiðsla á eldisþorski um það bil 18000 tonn í Noregi, 1000 tonn í Bandaríkjunum og Canada og um það bil 2000 tonn á Íslandi. Meðal helstu vandamála sem atvinnugreinin glímir við er það hversu hátt hlutfall lirfa deyr á fyrstu stigum eldisins eða fram að þeim tíma þegar hægt er að bólusetja lirfurnar. Á fyrsta tímabilinu eftir klak er áunnin ónæmisvörn ekki til staðar og þurfa lirfurnar því eingöngu að treysta á ósérhæfða ónæmiskerfið í baráttu sinni gegn utanaðkomandi sýklum. Með því að finna leiðir til að efla svörun ónæmiskerfisins á þessum fyrstu lirfustigum er talinn möguleiki á að auka megi lífslíkur þeirra.
  Markmið þessa verkefnis var að mæla tjáningu á tveimur genum sem tengjast ósérhæfðri ónæmissvörun lirfanna, þ.e. IgM og lysozyme. Sýni voru tekin á tveimur mismunandi tímapunktum þ.e 10 dögum og 26 dögum eftir klak, af lirfum sem fóðraðar höfðu verið með lifandi fæðudýrum sem höfðu verið næringarbætt með ufsapeptíðum í tveimur mismunandi meðhöndlunarskömmtum. Til samanburðar voru lirfur sem fengið höfðu hefðbundin fæðudýr.
  Notast var við RT-qPCR aðferðina við magngreiningu á tjáningu IgM og lysozyme. Ubiquitin var notað sem samanburðargen við mat á tjáningu genanna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fóðrun lirfanna með peptíðbættum fæðudýrum auki tjáningu á bæði IgM og lysozyme.
  Lykilorð: þorsklirfur, ósérhæfð ónæmissvörun, IgM, lysozyme, RT-qPCR

Samþykkt: 
 • 11.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S verkefni.pdf1.44 MBOpinnPDFSkoða/Opna