is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14141

Titill: 
  • Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?
Útgáfa: 
  • 2004
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar á gildismati íslenskra skólastjóra og þeirri spurningu varpað fram hvort það væri ólíkt efir kynferði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort munur væri á gildismati og stjórnunarlegri hegðun íslenskra skólastjóri eftir kynferði. Gengið var út frá því að munur væri á gildismati karla og kvenna. Sú kvenfræðilega hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar í rannsókninni leiðir líkum að því að munur sé á gildismati og stjórnunarlegri hegðun karla og kvenna. Stjórnunarleg hegðun karla hefur verið talin rökvís og skilvirkari en kvenna og lögð hefur verið áhersla á að stjórnendur sýni slíka hegðun.Beitt var bæði megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum. Spurningarlisti var lagður fyrir
    íslenska skólastjóra og varðaði innihald hans gildismat er lægi að baki ákveðnum þáttum í starfi og stjórnunarlegri hegðun skólastjóra. Einnig voru tekin viðtöl við fjóra skólastjóra, tvo karla og tvær konur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er að nánast enginn munur er á gildismati karla og kvenna og stjórnunarleg hegðun íslenskra karl- og kvenskólastjóra er svipuð. Bæði kyn sýna stjórnunarlega hegðun sem talin hefur verið einkenna kvenskólastjóra. Slík niðurstaða er ólík því sem fengist hefur erlendis frá, þar er munur á milli kynja. Það bendir því allt til þess að „kvenleg“ stjórnunarleg hegðun henti vel við stjórnun menntastofnana hér á landi, þar sem mannleg samskipti, samvinna og virðing yfir öllum meðlimum stofnunarinnar eru í hávegum höfð.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir, 2004; 1: s. 71-82
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 12.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
6_anna1.pdf308,31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna