en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1415

Title: 
 • Title is in Icelandic Heimahjúkrun barna á Akureyri : þarfir foreldra sem nýta sér heimahjúkrun barna á Akureyri
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar og meta þarfir þeirra foreldra sem hafa nýtt sér
  heimahjúkrun barna á Akureyri frá upphafi starfseminnar til dagsins í dag. Fyrri rannsóknir hafa
  beinst að foreldrum langveikra barna en hópurinn sem var rannsakaður nú er fjölbreyttari og
  nýting þeirra á heimahjúkrun er allt frá nokkrum heimsóknum hjúkrunarfræðings heimahjúkrunar
  til langtíma þjónustu.
  Notast var við NPQ – Home mælitækið sem hannað var af Guðrúnu Kristjánsdóttur og forprófað
  árið 1999. Úrtak rannsóknarinnar voru foreldrar barna sem fá eða hafa fengið heimahjúkrun
  síðastliðin tvö ár. Sendir voru spurningarlistar til 15 foreldra og fengust svör við þeim öllum. Af
  þessum 15 foreldrum voru fjórir sem nýttu sér þjónustuna meðan á rannsókninni stóð.
  Samkvæmt heimildum og fyrri rannsóknum bendir margt til þess að það að eiga langveikt barn í
  heimahúsi hafi bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Jákvæðu hliðarnar eru þær að minni röskun
  verður á fjölskyldulífi jafnframt að foreldrum finnist þeir hafa meira til málanna að leggja.
  Neikvæðu hliðarnar eru þær að meiri kvíði og streita er til staðar ásamt auknu álagi.
  Helstu niðurstöður þessarar rannóknar voru að foreldrar meta mikilvægi upplýsinga mikils og að
  traust myndist á milli heilbrigðisstarfsmanns og fjölskyldu. Foreldrar meta minna mikilvægi þess
  að geta sinnt líkamlegum og mannlegum grunnþörfum og að hafa aðgang að félagslegum
  stuðningi og leiðsögn. Rannsakendur draga þá ályktun að foreldrar þessa hóps séu ekki
  frábrugðnir öðrum foreldrum, þ.e. því betri upplýsingar og stuðning sem þeir fá því meiri
  öryggiskennd upplifa þeir ásamt því að foreldrar setja þarfir barna sinna ávallt í forgang.
  Lykilhugtök: Heimahjúkrun barna, þarfir foreldra, mæður, börn, upplýsingar, stuðningur.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1415


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heimahjúkrun barna_heild.pdf25.99 MBMembersHeimahjúkrun barna - heildPDF