is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14150

Titill: 
  • Helgar meyjar í íslenskri miðaldamyndlist: Heilög Barbara, Heilög Katrín frá Alexandríu, Heilög Margrét frá Antiokkíu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þrjá kvendýrlinga í íslenskri miðaldamyndlist; heilaga Barböru, heilaga Katrínu frá Alexandríu og heilaga Margréti frá Antíokkíu. Megináherslan er á verk sem varðveist hafa frá því fyrir siðaskipti eða frá fjórtándu til sextándu aldar og er því um að ræða myndlistararf úr kaþólskum sið. Lögð er sérstök áhersla á að skoða hlutverk kvenna sem fyrirmyndir í myndlist og helgisögum á miðöldum og leitað skýringa á því hvers vegna þessir þrír kvendýrlingar voru í hávegum hafðir í íslenskri miðaldalist og raunar fram yfir siðaskipti. Samkvæmt helgisögninni voru þær Barbara, Katrín og Margrét meðal píslarvotta frumkristninnar og allar líflátnar vegna trúarsannfæringar sinnar og hálshöggnar með sverði. Þær voru allar verndardýrlinga kirkna á Íslandi en ein ástæða vinsælda þeirra var að þær voru í hópi 14 nauðhjálpara sem taldir voru geta læknað flesta sjúkdóma sem hrjáðu menn. Önnur ástæða voru vinsældir Heilagra meyja sagna en handriti af sögum þeirra voru með því fyrsta sem var skrifað á íslensku, þau voru oft afrituð og voru vinsæl lesning á heimilum í landinu. Listgripirnir sem geyma myndir af kvendýrlingunum þremur og fjallað er um eru af ýmsum toga; Refilsaumað altarisklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal frá öðrum fjórðungi sextándu aldar, kórkápa Jóns Arasonar biskups (1484-1550) á Hólum, Hólabríkin sem Jón Arason biskup gaf Hóladómkirkju fyrri hluta sextándu aldar, tvær höggmyndir frá fimmtándu til sextándu aldar af heilagri Barböru, önnur fannst í Kapelluhrauni árið 1950 en hin í rústum Skriðuklausturs árið 2002, handrit Barbörusögu, líklega skrifuð um fimmtán hundruð, og handrit Margrétar sögu skrifað á fyrri hluta sextándu aldar. Gripirnir voru ýmist gerðir af íslenskum listamönnum eða fluttir til landsins frá kaþólskum löndum. Fjallað er um þá pólitísku kerfisbreytingu sem Kristján III Danakonungur hratt af stað til þess að ná eigum kaþólsku kirkjunnar í Danaveldi, Noregi, Danmörku, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og áhrif myndabrotatímans á kirkjulist í landinu.

Samþykkt: 
  • 13.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd lokaeintak 6.03.2013.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna