is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14156

Titill: 
  • Arðsemismat á fasteignafélaginu FAST1
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að kanna hvort það sé arðbært að fjárfesta í fasteignafélaginu FAST-1 slhf. Félagið var formlega stofnað í maí 2012 af umsjónaraðilum félagsins, VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka og ráðgjafafyrirtækisins Contra auk fjárfesta sem komu að verkefninu. Farið er í grunngreiningu á rekstri félagsins og lagt í umfangsmikla arðsemisútreikninga.
    Áætlað var sjóðstreymi fjármagns og fundið hreint núvirði rekstrarins auk þess sem helstu arðsemisniðurstöður voru skoðaðar. Þá var notast við Monte Carlo hermun til að kanna líkindadreifingu í niðurstöðum arðsemislíkansins við breytingu helstu óvissuþátta þess. Niðurstöður arðsemismatsins sýna fram á það að hreint núvirði er jákvætt sem segir okkur að fjárfestingin sé arðbær. Niðurstöður Monte Carlo hermunar sýna fram á að tæplega 53% líkur séu á því að hreint núvirði verði jákvætt.
    Niðurstöðurnar eru þó ekki ótvíræðar. Niðurstöður hermunar sýna að smávægilegar breytingar á lykilstærðum leiða til þess að hreint núvirði verði neikvætt. Þetta undirstrikast í niðurstöðum úr næmnigreiningu á arðsemislíkani. Þá sést það jafnframt að rekstrarform félagsins er hagstæðara fyrir ákveðna fjárfesta en aðra, nánar tiltekið lífeyrissjóði sökum skattahagkvæmis. Lokaniðurstaðan er því sú að fjárfesting í félaginu er líklegri en ekki til að verða arðbær en hafa verður í huga að smávægilegar breytingar á aðstæðum geta breytt þeirri niðurstöðu.

Samþykkt: 
  • 14.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemismat á fasteignarfélaginu FAST1.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna