is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Business Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14158

Titill: 
 • „Hlustum, lærum og þjónum“ - frá orðum til athafna : forgreining á aðferðum við hagaðilatengsl Landsbankans
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er forgreining á hagaðilatengslum (e. stakeholder engagement) fyrir Landsbankann. Fjallað er um fræðilegan bakgrunn greiningarinnar. Þar er fjallað um samfélagsábyrgð skipulagsheilda á borð við Landsbankann, hagaðilakenninguna og tengsl skipulagsheilda við hagaðila sína. Gerð er grein fyrir mikilvægi hagaðilatengsla bæði fyrir skipulagsheildir sem og hagaðila þeirra í nútímasamfélagi.
  Grein er gerð fyrir nokkrum alþjóðlegum stöðlum sem þróaðir hafa verið til þess að aðstoða skipulagsheildir við að starfa á samfélagslega ábyrgan máta og þar með að mæla og greina frá frammistöðu sinni á því sviði. Tilgangur og áherslur staðlanna er skoðaður og gerð er grein fyrir því hvort og þá að hvaða leyti þeir koma inn á og geta nýst við innrömmun hagaðilatengsla.
  Farið er yfir hvaða hlutverki bankar gegna í nútímasamfélagi og hverjar afleiðingar alþjóðlegrar fjáramálakreppu og bankahruns á Íslandi voru. Þetta er gert til þess að bregða ljósi á og undirstrika mikilvægi hagaðilatengsla fyrir skipulagsheild á borð við Landsbankann.
  Út frá fræðilegum bakgrunni er sett saman fjögurra skrefa ferli við innrömmun hagaðilatengsla og þá er sýnt hvernig þrír tilteknir staðlar styðja við hvert og eitt skref á ólíkan hátt. Niðurstöður leiða í ljós að hægt er að samþætta eiginleika staðlanna með það að markmiði að bæta tengslin við hagaðila án þess að auka flækjustig þeirrar vinnu. Þar að auki er settur saman gátlisti sem útskýrir hvaða atriði í hverjum staðli Landsbankinn getur uppfyllt með því að ljúka hverju skrefi.
  Með því að koma á tengslum við hagaðila sína færist Landsbankinn framar öðrum bönkum á Íslandi varðandi samfélagsábyrgð og getur með því styrkt ímynd sína, orðspor og traust ásamt því að auka samkeppnisforskot sitt. Með því að mynda góð tengsl við hagaðila sína getur Landsbankinn nálgast hraðar stefnumið sín – breytt fögrum orðum á blaði í athafnir sem leitt gætu til bættrar afkomu og dregið úr líkum á áföllum í rekstri bankans.

Samþykkt: 
 • 14.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Hagaðilatengsl Landsbankans.pdf1.01 MBLokaður til...17.06.2120HeildartextiPDF