is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14161

Titill: 
  • Viðhorf til mismunandi launakerfa á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknin í þessari ritgerð miðar að því að svara rannsóknarspurningunni „Hver eru viðhorfin til mismunandi launakerfa á Íslandi?“ þar sem teknar eru fyrir bílasölur og bílaumboð. Markmið rannsóknarinnar er að gera grein fyrir bæði árangurstengdum og föstum launakerfum, benda á kosti og galla og loks bera þessi kerfi saman. Í rannsókninni var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem tekin voru óstöðluð viðtöl við fimm einstaklinga. Auk viðtala notuðust rannsakendur við ritaðar og rafrænar heimildir.
    Áður en rannsóknarspurningunni verður svarað verða kynnt og skilgreind lykilhugtök og helstu kenningar sem tengjast rannsókninni.
    Samkvæmt niðurstöðum voru viðmælendur ekki einróma um það hvaða launakerfi hentaði best og það virðist fara algjörlega eftir aðstæðum fyrirtækis. Eftir efnahagshrunið 2008 héldu flestar bílasölur sig við árangurstengd launakerfi en þau bílaumboð sem áður voru með þess háttar kerfi skiptu yfir í föst launakerfi að óskum starfsmanna. Einnig kom í ljós að fyrirtæki verða að vanda uppsetningu launakerfa svo starfsmenn skili betri árangri og fyrirtækið hagnist eftir því.

Samþykkt: 
  • 14.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf til mismunandi launakerfa á Íslandi.pdf900.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna