is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14163

Titill: 
  • Helsti munur á einkennum leiðtoga frá Indlandi og Þýskalandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er leitast við að skoða hvort áhrif ef einhver eru á milli menningar og forystu og hver helstu einkenni líkra og ólíkra þátta eru á milli leiðtoga frá Indlandi annars vegar og Þýskalandi hinsvegar. Kynntar verða kenningar Geert Hofstede um menningarvíddirnar fimm og samband á milli hverrar víddar við forystustíla landanna. GLOBE rannsóknin verður einnig skoðuð, Robert House og fleiri framkvæmdu hana til að kanna hver áhrif menningar eru á forystu og þá þætti sem koma að henni. Í ljós kom eins og við var að búast að leiðtogar frá Indlandi og Þýskalandi eru fremur ólíkir. Þar má helst nefna mannúðarnálgun Indlands og sterka óháða leiðtogahegðun þýskra forystu ásamt sterkri einstaklinghyggju. Þar sem rannsóknir Hofstede og Globe voru ekki kynjaskiptar og þátttakendur voru einungis karlmenn þá getur maður spurt sig hvort það gæti haft áhrif á niðurstöður og hvort gildi þeirra sé nægjanlega nákvæmt. Þrátt fyrir að niðurstöður benda til nokkurrar samsvörunar á milli rannsóknanna sjálfra þá er alltaf einhver marktækur munur. Hér má til dæmis nefna menningarklasana tíu þar sem 62 löndum er skipt upp í tíu klasa sem hafa sameiginlega þætti innan þess klasa en lítið sameiginlegt með öðrum.

Samþykkt: 
  • 14.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc_MargretHB_Haust2012.pdf466.44 kBLokaður til...01.01.2036HeildartextiPDF