is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14164

Titill: 
  • ,,ZO-ON og staðfærsla vörumerkisins á íslenska markaðnum"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland býr yfir náttúrulegu afli sem rekja má til íss, elds og vatns. Ísland er gjörólíkt öðrum löndum þar sem finna má stórkostlega jökla, hveri, virk eldfjöll, svartar strendur að ógleymdum norðurljósum og magnaðri miðnætursól að sumri til. Þjóðin býr yfir þessum náttúrulega krafti sem kemur úr sambúð við harðbýla en gjöfula náttúru sem hefur lagt grunninn að langri og framúrskarandi sögu útivistarfyrirtækja. Fólk sem býr við aðstæður sem þessar þarf að klæða sig eftir veðri en þar kemur útivistarfatnaður sterkur inn og sú þróun sem orðið hefur í fjöldamörg ár, á efnum og þróun í hönnun varanna. Nauðsynlegt er fyrir Íslendinga að eiga fatnað sem hentar mismunandi veðrum og kemur að notum allan ársins hring. Útvistarfyrirtækin á íslenska markaðnum leggja mikinn metnað í að framleiða hágæðafatnað sem ver neytendur fyrir öllum veðurskilyrðum og uppfyllir kröfur viðskiptavina.
    Ritgerð þessi er rannsókn á staðfærslu ZO-ON á íslenskum markaði. ZO-ON var stofnað fyrir um það bil 20 árum og hefur síðan þá kappkostað við að framleiða skjólgóðan fatnað sem verndar neytendur fyrir öllum veðrum undir kjörorðinu ,,Hvernig sem viðrar“. Nákvæmur samanburður var gerður á samkeppnisaðilum ZO-ON á íslenska markaðnum við vinnslu rannsóknarinnar en þeir eru: 66°Norður, Cintamani, The Norh Face og Icewear. Framkvæmd var rýnihóparannsókn þar sem tveir hópar voru valdir af handahófi til að koma saman hvor í sínu lagi og voru hópviðtölin tekin í fundarherbergi í Háskólanum í Reykjavík. Meðan á rannsókninni stóð voru lykilhugtök í stefnumótun fyrirtækja skilgreind í tengslum við staðfærslu ZO-ON og notast við þau þegar unnið var í umræðuramma fyrir rýnihópana. Mikil vinna fór í undirbúning rýnihópa¬rannsóknarinnar þar sem slík rannsókn er afar umfangsmikil en skilar um leið nákvæmum og persónulegum upplýsingum sem þörf var á í þessu tilviki þar sem engin rannsókn hafði verið gerð á þessu efni. Þar sem um eigindlega rannsókn er að ræða verður ekki hægt að alhæfa um niðurstöður hennar en helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að ZO-ON hefði sambærilega stöðu á íslenskum markaði hvað varðar gæði vara sinna en eitthvað þótti vanta upp á hönnun þeirra á útliti varanna. Þetta gæti verið ein ástæða þess að þátttakendur settu fyrirtækið númer þrjú í röðinni hvað varðar samkeppni. Þátttakendum reyndist erfitt að tengja vörumerki ZO-ON við það sem vörurnar standa fyrir og þá upplifun sem fyrirtækið gefur af sér. Þar má glögglega sjá að ZO-ON vantar sérstöðu á markaðnum og mikilvægt er að vekja upp meiri vitund á vörumerkinu, efla markaðsstarf og styrkja ímynd þess.

Samþykkt: 
  • 14.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc_Z0_ON_og_staðfærsla_vörumerkisins_á_íslenska_markaðnum_2.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna