is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14166

Titill: 
  • Að fresta umbun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar greinar er að útskýra hugtakið frestun umbunar (delay of gratification), skoða fyrri mælingar og rannsóknir um hugtakið og kynna nýjustu rannsókn þeirra Hoerger, Quirk og Weed (2011). Þar sem þróaður var 35 atriða spurningalisti (DGI-35) sem mælir hvernig einstaklingurinn er í stakk búinn til þess að fresta umbun sinni. Spurningalistinn skiptist í fimm þætti: mat, líkamlega ánægju, félagsleg samskipti, peninga og afrek og og hver þáttur inniheldur sjö spurningar. Tvær spurningar úr hverjum þætti mynda svo stuttan 10 atriða lista (DGI-10). Mælitækið var þýtt yfir á íslensku og próffræðilegir eiginleikar þess kannaðir. Það var lagt fyrir 262 einstaklinga, ásamt spurningum um matarvenjur, lífsstíl, hvatvísi, óþolinmæði, fjármálalæsi, efnishyggju og félagslegan æskileika. Niðurstöður voru þær að meðaltal þáttanna er svipað, fylgnitölur þátta svipaðar en innri áreiðanleikinn er nokkuð frábrugðinn fyrir mat, líkamlega ánægju, félagsleg samskipti og DGI-10. Fylgni mælitækisins var svo skoðað í samanburði við niðurstöður spurninganna um matarvenjur, lífsstíl, hvatvísi, óþolinmæði, fjármálalæsi, efnishyggju og félagslegan æskileika.

Samþykkt: 
  • 14.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DofG - 17 12 2012.pdf497,58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna