is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14168

Titill: 
 • Hafa markaðsherferðir íslenskra fyrirtækja og stofnanna aukið ferðamannastraum til Íslands?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að leitast við að svara þeirri rannsóknarspurningu „Hefur markaðssetning fyrirtækja og stofnanna aukið ferðamannastraum til Íslands“. Tekið var mið af 5 umfangsmiklum markaðsherferðum og skoðaður árangur þeirra.
  Verkefni þetta fjallar um markaðssetningu á Íslandi. Markaðssetning er hugmyndafræði sem getur verið fyrirtækjum og stofnunum eitt öflugasta vopnið í harðnandi samkeppni. Markaðssetning áfangastaða getur verið flókið ferli þar sem leiða þarf saman sjónarmið ólíkra hagsmunaaðila innan áfangastaðarins. Sú samvinna sem hefur farið fram er í gegnum Íslandsstofu en hún sér um markaðssetningu landsins erlendis en Ferðamálastofa heldur utan um markaðssetningu innanlands í samvinnu við fyrirtæki.
  Áhugi okkar er að greina hvort eðlilegur framgangur og þróun í aukningu ferðamanna eigi rætur að rekja til annarra þátta en markaðsherferða. Mikil samkeppni ríkir á alþjóðavettvangi um ferðamenn og án góðrar ímyndar verður Ísland ekki samkeppnishæft. Sterk ímynd landsins er mikilvæg og skipuleg vinna og uppbygging á henni þeim mun mikilvægari. Íslensk fyritæki og stofnanir taka mið af ímyndarkönnunum og nota í markaðsmálum sínum með ágætum árangri.
  Helstu niðurstöður benda til þess að markaðsherferðir hafi ekki haft bein áhrif á aukningu ferðamanna til landsins. Ferðamenn sem urðu fyrir mestum áhrifum markaðslegra þátta komu ekki sérstaklega til landsins vegna markaðsherferðanna. Þó skal tekið fram að langstærsti hluti ferðamannanna fengu hugmyndina um ferðalag til Íslands vegna almenns áhuga á náttúru og menningu landsins.

 • Útdráttur er á ensku

  This assignment seeks to answer the following research question: “Have Icelandic organization´s marketing efforts increased the number of tourists visiting from overseas?” Five comprehensive marketing campaigns and their efficacy are reviewed.
  The project focuses on the marketing of Iceland. Marketing is an extremely valuable tool for companies and organizations in the increasingly competitive tourism market. Marketing destinations can be a complex process where the interests of numerous different entities must be taken into account. The current program is managed through Promote Iceland; it handles all foreign marketing on Iceland. The Icelandic Tourist Board is the domestic organization that handles all domestic marketing in conjunction with Icelandic companies.
  Our focus is to determine whether the increasing numbers of tourists to Iceland are due to factors other than marketing campaigns. International competition for tourism is fierce and Iceland needs to maintain a positive image to compete successfully. Positive perception of Iceland´s brand is important, while continuous improvement is crucial. Icelandic companies and organizations take into consideration results from surveys on people’s perception of Iceland and use for their own marketing with agreeable results.
  The prevailing results indicate that marketing campaigns have not had a direct impact on the increased numbers of tourists visiting Iceland. The tourists that were exposed to a higher degree of marketing effort did not visit the country specifically due to that exposure. It will be noted, however, that the majority of tourists decided on visiting Iceland due to a general interest in Iceland’s nature and culture.

Samþykkt: 
 • 14.3.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Viðskiptafræði_Finnbogi_Haukur_Birgisson_Sæunn_Marinósdóttir_HMV_Háskólinn_í_Reykjavík.pdf889.86 kBLokaðurHeildartextiPDF