is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14170

Titill: 
  • Áhrif hjáleiðar um Selfoss á verslun og þjónustu
  • Titill er á ensku Selfoss bypass effects on retail and service
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vegagerðin hefur greint frá í matsskýrslu að fyrirhugað sé að tvöfalda vegakaflann frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss. Væntanlegar framkvæmdir munu koma til með að hafa töluverð áhrif á umhverfi og samfélagið á Selfossi þar sem ráðgert er samkvæmt matskýrslu að þjóðvegur nr. 1 liggi ekki lengur í gegnum Selfoss heldur verði fluttur norður fyrir bæinn og yfir Ölfusá um Efri-Laugardælaeyju eða nálægt gamla ferjustaðnum við Laugardæli.
    Ákveðið var að skoða hverjar verslunarvenjur sumarhúsaeigenda í Grímsnes- og Grafningshreppi eru með það að markmiði að sjá hvort þær breytist ef þjóðvegur eitt væri færður norður fyrir Selfoss. Einnig var talað við hagsmunaaðila og afstaða þeirra könnuð til framkvæmdarinnar vegna hugsanlegra áhrifa á þann rekstur sem þeir standa fyrir.
    Niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir sumarhúsaeigendur sýnir, að þeir komi ekki til með að breyta verslunarháttum sínum. Helstu niðurstöður úr viðtölum við kaupmenn voru, að þeir óttast áhrif á rekstur sinn við það þjóðvegurinn færist norðar.

Samþykkt: 
  • 18.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif hjáleiðar um Selfoss á verslun og þjónustu_Magnús_Gísli_Sveinsson.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna