is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14175

Titill: 
  • Brotlending Iceland Express : greining á því hvernig Iceland Express starfaði sem lággjaldaflugfélag
  • Titill er á ensku The crash of Iceland Express : analysis of how Iceland Express was performing as a low-cost airline according to the low-cost model developed by Southwest airlines
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í upphafi átti að kanna hvort einhver hugsanleg þjónustubil væru til staðar hjá Iceland Express með því að notast við kenningu A.Parasuraman (Fall 1985) sem nefnist Gap gæðalíkan þjónustu og mælir mismun á væntingum viðskiptavina um þjónustu og mati þeirra á veittri þjónustu og gefur tilögur um hvernig loka megi hugsanlegum bilum. Höfundur hafði það á tilfinningunni að viðskiptavinir sem og aðrir væru ekki alveg að skynja Iceland Express rétt út frá markaðsetningu þess og hvernig það hagaði rekstri sínum samkvæmt rekstrarmódeli lággjaldaflugfélaga. Þetta átti að mæla meðal annars með skoðanakönnun. Á meðan á úrvinnslu ritgerðar stóð fór Iceland Express í gjaldþrot og nýstofnað flugfélag á Íslandi WOW air tók yfir rekstur þess. Höfundur taldi gagnslaust að mæla hugsanleg þjónustubil hjá fyrirtæki sem væri hætt rekstri og var því ákveðið að rannsaka hugsanlegrar ástæður þess að félagið fór í þrot. Það var kannað með því að bera saman rekstur Iceland Express við það módel sem gildir um lággjaldaflugfélög þar sem félagið kynnti sig alltaf sem slíkt og eitt af skilyrðum fyrir því að starfa farsællega sem lággjaldaflugfélag er að geta boðið lægri fargjöld en samkeppnisaðilarnir í þessu tilviki hið hefðbundna flugfélag Icelandair. Niðurstöður voru þær að samkvæmt þrettán þrepa módeli sem höfundur notaðist við var Iceland Express að haga málum sínum þannig að þeir fóru eftir því sem tíðkast hjá lággjaldafélögum í fimm tilvikum en í tveim atriðum voru þeir ekki að fara eftir rekstrarmódelinu og í siðustu sex þrepunum var um að ræða einskonar blöndu af hvortveggja. Ljóst er því að Iceland Express var ekki að fullnýta þá möguleika sem fylgja því að starfa sem lággjaldaflugfélag og er það synd því mikið má spara með því.

Samþykkt: 
  • 19.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brotlending Iceland Express_Erla_Ingvarsdóttir_140881_7169.pdf1,76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna