is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14176

Titill: 
  • Eru tengsl á milli innri upplýsingamiðlunar og starfsánægju?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefnið sem er til skoðunar í þessari ritgerð er að kanna innri upplýsingamiðlun í starfsemi Bílaleigu Flugleiða ehf. Hertz og starfsánægju. Jafnframt því var kannað hvort mögulega séu tengsl á milli innri upplýsingamiðlun og ánægju í starfi, skoðað viðhorf starfsmanna til vinnuaðstöðu sinnar, ásamt því að kanna traust og trúnað milli yfirmanna og undirmanna, einnig hvort starfsfólki sé hrósað fyrir vel unnin störf. Spurningakönnun var lögð fyrir starfsmenn í október mánuði 2012 og var svarhlutfallið 100%.
    Helstu niðurstöður eru að bæta þarf upplýsingamiðlun í fyrirtækinu og þá sér í lagi innan deilda og mikill meiri hluti starfsmanna er mjög eða frekar ánægður í starfi. Af rannsóknargögnum má draga þá ályktun að almennt ríki traust og trúnaður milli starfsmanna og yfirmanna, hrósa þarf starfsfólki oftar fyrir vel unnin störf og vinnuaðstöðu þarf að bæta. Þrátt fyrir jákvæðar niðurstöður úr rannsókninni kom verulega á óvart hversu hátt hlutfall starfsmanna er hvorki né eða frekar ósammála að þeir muni starfa hjá fyrirtækinu eftir tvö ár.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2014
Samþykkt: 
  • 19.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-HafdísAlmaKarlsdóttir(1).pdf705.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna