Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14177
Með því að skilja betur það ferli sem neytendur fara í gegnum þegar þeir velja sér vöru eða þjónustu geta forsvarsmenn fyrirtækja betur beitt þeim aðferðum sem handhægar eru til að hafa áhrif á kauphegðun þeirra. Hver kaup eru einstök og samspil margra þátt getur haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Með því að kanna kauphegðun má skyggnast inní hugarheim neytenda og bregða á það mælistiku hvernig þeir bera sig að þegar kemur að því að ákveða hvert beina eigi viðskiptum.
Markmið rannsóknarinnar sem hér verður kynnt var að kanna hvað ræður vali kaupenda eldsneytis á olíufélagi. Rannsakandi lagði upp með það að kanna hvort ímynd olíufélags hefði áhrif á val og hve mikilvæg staðsetning afgreiðslustöðva væri. Framkvæmd var megindleg rannsókn og var spurningalisti aðgengilegur á Internetinu. Alls bárust 168 svör.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að neytendur telja að staðsetning bensínstöðva sé mjög mikilvæg þegar kemur að vali á olíufélagi. Ímynd olíufélags sem verslað er við er einnig talin mikilvæg.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kauphegðun á eldsneytismarkaði_Hilmir Steinþórsson_BS_Skil.pdf | 1.49 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |