is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14178

Titill: 
  • Menntun og starfsánægja : hefur aukin menntun áhrif á líðan einstaklings í starfi?
  • Titill er á ensku Education and Job Satisfaction : does increased education influence a person's job satisfaction?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni höfundar í þessari ritgerð var að kanna hvort aukin menntun hefði áhrif á líðan einstaklinga í starfi. Í rannsókninni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð til að fá svör við rannsóknarspurningunni. Allir viðmælendur höfðu stundað vinnu um tíma áður en þeir ákváðu að fara í nám að nýju og allir stunduðu námið með vinnu meiri hluta tímans sem þeir voru í náminu. Viðmælendur voru valdir með aðstoð frá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), en reynt var að hafa jafna dreifingu á allar stofnanir. Ekki eru gefin upp nöfn í niðurstöðum rannsóknarinnar og engar upplýsingar sem nota má til að rekja viðtal eða aðrar upplýsingar um viðmælanda til einstakrar stofnunar.
    Tekin voru djúpviðtöl við átta starfsmenn fjármálastofnana. Viðmælendur voru leiddir áfram með fyrirfram ákveðnum opnum spurningum sem gáfu þeim færi á að tjá sínar eigin hugsanir og upplifanir. Spurningalistinn var hannaður með það í huga að fá fram ástæður þess að viðmælandi hóf nám að nýju, hvernig vinnuveitandi stóð við bakið á viðkomandi á meðan á náminu stóð og hvort námið hafi skilað því sem viðkomandi vonaðist til. Þar sem úrtakið var lítið, einungis átta starfsmenn, er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum viðtalanna. Niðurstöður úr viðtölunum hafa samt sem áður gefið innsýn í aðstæður þeirra er stunda nám með vinnu. Helstu niðurstöður eru að viðmælendur fóru í frekara nám til að skapa sér áhugaverðari verkefni á sínum vinnustað eða til að bæta stöðu sína á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir mikið álag við að fara í gegnum námið voru allir ánægðari með sitt hlutskipti á eftir. Það liggur mikil vinna að baki þessari rannsókn og úrvinnslu hennar og það er mat rannsakanda að viðtölin gefi vísbendingar um að aukin menntun geti haft áhrif á starfsánægju og líðan í starfi.

Samþykkt: 
  • 19.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Ritgerð_HlédísHálfdanardóttir.pdf513.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna