en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14181

Title: 
 • Title is in Icelandic Hagkvæmni rafbíla á Íslandi
 • Efficiency of electric cars in Iceland
Submitted: 
 • December 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rafbílar eru einn af framtíðarfararkostum í heiminum. Með því að rafvæða bílaflota þá er hægt að minnka mengun töluvert. Einnig er rekstrarkostnaður og viðhaldskostnaður rafbíla mun minni en hefðbundinna bensín og dísel bíla. Flestir bílaframleiðendur eru byrjaðir að fókusera á að framleiða rafbíla og mun þróunin einungis vera jákvæð á næstu misserum og árum og mun eftirspurnin aukast eftir rafbílum.
  Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort að rafbílar séu hagkvæmur kostur fyrir Íslendinga og hvernig skuli markaðssetningu þeirra háttað. Skoðaðir verða ýmsir þættir varðandi rafbíla og bornir saman við hefðbundna bensín og díselbíla, saga þeirra skoðuð, samkeppnisaðilar rafbíla í framtíðinni.
  Þá verður kannað hvernig hægt er að markaðssetja rafbíla á Íslandi, SVÓT greining verður framkvæmd og 4 p´s of marketing módel verður greint.
  Niðustöður verkefnisins sýna að rafbílar eru klárlega mjög vænn kostur fyrir Íslendinga í framtíðinni en þó eru ýmsar hindranir sem að þarf að yfirstíga til þess að rafbílavæðing verði að veruleika. Stjórnvöld á Íslandi hafa stigið stórt skref með því að fjarlægja virðisaukaskatt og vörugjöld tímabundið.
  Þá er kynntir möguleikar í niðurstöðum um það hvernig er hægt að markaðssetja rafbíla, en niðurstöðurnar eru þær að ekki er nægilega mikil umfjöllun um rafbíla og vitneskja fólks er ekki nægilega góð enn sem komið er um rafbíla og þarf að bæta það eigi rafbílavæðing að verða að veruleika.
  Mat höfundar er að rafbílar og aðrir grænir bílar eru framtíðin. Rafbílar munu aukast hægt og rólega í umferðinni og miðað við þá kosti sem að Ísland hefur upp á að bjóða varðandi raforkuframleiðslu þá gætu rafbílar vel verið leiðandi valkostur í grænni rafbílabyltingu.

Accepted: 
 • Mar 19, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14181


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerð Jón Þorbjörn Jóhannsson.pdf959.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open