is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14188

Titill: 
  • Orkan í álver eða efnavinnslugarð?
  • Titill er á ensku Power in aluminum smelter or Chemical Park?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er samanburður á álveri og efnavinnslugarði út frá þjóðhagslegum ávinningi. Hér á Íslandi hefur nýting jarðvarma- og vatnsorku skilað okkur því að innlend orka er mjög mikil í heildarorkunotkun landsins. Orkuauðlindin er engu að síður takmörkuð og unnið hefur verið að því að búa til ramma utan um það magn sem nýta á í framtíðinni. Á suðvesturhorninu m.a. er þörf á að fá orku fyrir nýja starfsemi og hefur sérstaklega verið horft til þess að byggja upp iðnað í Helguvík. Það eru tillögur um að virkja um 600 MW fyrir svæðið en einnig þarf að styrkja flutningsnetið sem er fullnýtt í dag. Álver nota um 74% af raforku landsins en það hefur verið gagnrýnt að vera með svo stórt hlutfall raforkuframleiðslu landsins í einum iðnaði. Ísland stendur vel að mörgu leyti í samkeppni við aðra aðila í heiminum um raforkusölu en þrátt fyrir umhverfisvæna orku og nægt landrými þá eru einnig þættir sem vega á móti samkeppnishæfni landsins. Landfræðileg einangrun og flutningskostnaður til og frá landinu eru þar á meðal, því er orkuverð hér lægra heldur víðast hvar í Evrópu. Hafin er smíði álvers í Helguvík þrátt fyrir að ekki hafi öll ytri skilyrði verið uppfyllt. Einnig hafa komið upp hugmyndir um efnavinnslugarð í Helguvík en það er samansafn af efnafyrirtækjum sem eru á sama svæði og nýta affall og/eða framleiðslu hvors annars til á ná fram betri nýtingu og hámörkun á arðsemi. Við samanburð á þessum tveim kostum þá er niðurstaðan sú að efnavinnslugarður telst álitlegri kostur út frá nýtingu á orkunni og samræmist hann betur orkustefnu Íslands. Áhættan við efnavinnslugarðinn er mögulega meiri, en ávinningarnir geta vegið upp á móti því.

Samþykkt: 
  • 19.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orkan í álver eða efnavinnslugarð - BS ritgerð loka.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna