is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14193

Titill: 
  • Hvernig getur kennsla verið rannsókn? : um færniþjálfun, mælingar og mat með Precision Teaching
Útgáfa: 
  • 2004
Útdráttur: 
  • Í greininni verður leitast við að svara spurningunni hvernig kennsla geti verið rannsókn. Því verður haldið fram að svarið felist í tiltekinni aðferð sem á ensku nefnist Precision Teaching (PT). Rökin sem færð eru fyrir svarinu eru að með PT er hægt að mæta þörfum hvers nemanda og þjálfa markvisst þá leikni sem honum ber að hafa á valdi sínu samkvæmt námskrá. Auk þjálfunarinnar er PT jafnframt kerfisbundin mæliaðferð. Hegðun nemandans er greind í teljanlegar athafnir og þær skráðar á svonefnt staðlað hröðunarkort. Hröðunarkortið er stýritæki. Nemandinn merkir
    jafnóðum á kortið hversu vel honum gengur þannig að hægt er að fylgjast nákvæmlega með framförunum og hlutast strax til um framvinduna ef með þarf. Af upplýsingunum á kortinu og með fyrirfram ákveðnum tölulegum forsendum má spá fyrir um framfarir nemandans og ákvarða einstaklingsbundin markmið. Á grundvelli slíkra gagna stýrir kennarinn kennslu sinni, sýnir ótvírætt fram á árangur hennar og tekur ákvarðanir um framhaldið. Fjallað verður sérstaklega um helstu vörður í PT sem eru 1) skynjunar- og verkleiðir, 2) vísitölur, 3) þarfagreining og 4) verkfærið
    hið staðlaða hröðunarkort. Í lokin verður vikið að því hvernig PT á rætur sínar í aðferðafræði og lykilstoðum frumrannsókna í atferlisgreiningu. Vegna upprunans er færniþjálfun með PT einnig
    kerfisbundin leið til að greina og meta gögnin á hlutlægan, megindlegan (e. quantitative) og myndrænan hátt, og til að spá fyrir um hegðun út frá reglufestu hennar. Þar af leiðir sú niðurstaða að Precision Teaching feli í sér svarið við spurningunni: Hvernig getur kennsla verið rannsókn?

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir. 2004; 1: s. 83-101
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 19.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
7_gudridur1.pdf471.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna