Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14202
Meginmarkmið rannsóknar er að skilja aðgerðir seðlabanka þegar fjármálakerfi lands gengur í gegnum djúpa efnahagslægð. Efnahagskreppur eru skilgreindar og komið er inn á kenningu um fjármálaóstöðugleika. Til tölulegrar greiningar var tekið úrtak landa sem farið hafa í gegnum djúpar efnahagskreppur en náð stöðugleika á ný. Þá er gerð grein fyrir aðgerðum seðlabanka út frá hefðbundnum og óhefðbundnum peningastefnum en seðlabankar hafa í auknum mæli tekið upp óhefðbundnar peningastefnur sem koma inn á stýringu efnahagsstarfseminnar í gegnum eigin efnahagsreikninga. Þar af leiðandi voru efnahagsreikningar seðlabankanna skoðaðir ásamt fyrirliggjandi gögnum um eignamyndun á fyrirfram skilgreindu tímabili. Þá er dregið saman hvað einkennir aðgerðir seðlabankanna hvað varðar stýringu efnahagsreikninga þeirra í efnahagslægðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AntonSig bs ritgerð.pdf | 2.23 MB | Lokaður |