is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14205

Titill: 
  • Gjaldeyrishöft. Framkvæmd og lærdómur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa leitt í ljós að erfitt er að mæla áhrif gjaldeyrishafta en gjaldeyrishöft eru þær takmarkanir sem settar eru á fjármagnsflutning á milli landa. Í þessari rannsókn var rannsakað með greiningu á aðstæðum í nokkrum löndum sem sett hafa á gjaldeyrishöft, hvernig til tókst og hvað má læra af þeim. Getur Ísland hagnýtt sér fyrirliggjandi göng um reynslu af gjaldeyrishöftum annarra landa til að afnema höftin sem nú eru í gildi? Löndin sem greind voru eru; Brasilía, Chile og Kólumbía sem sett hafa á innstreymishöft, Malasía og Tæland sem hafa sett á bæði innstreymis- og útstreymishöft og Rúmenía sem setti á víðtæk höft. Niðurstöður sýndu að Ísland getur nýtt sér ýmislegt frá reynslu þessara landa til að tryggja að framkvæmd verði sem best. Það helsta sem Ísland þarf að horfa til er að tryggja aðhald í ríkisfjármálum og peningamálastefnu ásamt skilvirku og gagnsæju eftirliti. Taka þarf tillit til ólíkra aðstæðna og forsenda sem liggja að baki ásetningi hafta. Enfremur er mikilvægt að varast pólitísk ítök og áhrif en það ásamt slöku regluverki eru einmitt þau atriði sem hafa meðal annars leitt til þess að gjaldeyrishöft hafa ekki náð tilætluðum árangri eins og til að mynda í Rúmeníu og Chile.

Samþykkt: 
  • 21.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc verkefni Gjaldeyrishöft - Framkvæmd og lærdómur.pdf542.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna