is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14207

Titill: 
  • Húsnæðismarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - verðþróun og áhrifavaldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Húsnæðismarkaður er ákaflega mikilvægur fyrir hagkerfið í heild og þegar húsnæðisbólur springa fylgir gjarnan efnahagskreppa í kjölfarið. Rannsókn þessi leitast við að meta hver helstu einkenni húsnæðismarkaða eru þegar kemur að verðmyndun. Sérstaklega er gefinn gaumur að því hvernig markaðurinn hagar sér í niðursveiflum og hvaða öfl ráða ferð þegar markaðurinn vinnur sig í gegnum slíkar lægðir. Þá eru skoðaðar nokkrar lykilbreytur sem taldar eru hafa áhrif á verðmyndun á markaði og beitt til þess aðhvarfsgreiningu.
    Niðurstöður leiða í ljós að í niðursveiflum lækkar verð ekki mjög mikið heldur bíða seljendur frekar þar til gangi á umframmagn það sem framleitt var í uppsveiflum. Bygging nýbygginga fellur mjög mikið á meðan slík aðlögun fer fram. Skilyrði þess að umframmagnið seljist er aukning á mannfjölda svæðisins, og þá sér í lagi aukning á fjölda fjölskyldna. Samkvæmt mannfjöldaspá og þeim gögnum sem fáanleg eru er líklegt að gengið verði á umframmagnið árið 2013 og þá muni byggingaraðilar taka við sér að nýju.
    Þær breytur sem skoðaðar eru í tengslum við eftirspurn á húsnæðismarkaði eru kaupmáttur, vextir, væntingar og mannfjöldaþróun. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar leiddu í ljós að mest er fylgnin milli húsnæðisverðs og væntinga. Þá er einnig töluvert mikil fylgni milli verðþróunar húsnæðis og kaupmáttar. Fylgni milli mannfjöldaþróunar og húsnæðisverðs er eitthvað minni. Vaxtastig virðist hins vegar ekki hafa neina marktæka fylgni við þróun húsnæðisverðs.

Samþykkt: 
  • 21.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Jónasson - BSc ritgerð.pdf595.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna