en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1421

Title: 
 • Title is in Icelandic Brú yfir boðaföllin : rannsókn á breyttu uppeldishlutverki skóla í nútímasamfélagi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessi ritgerð byggir á rannsókn á uppeldishlutverki skóla og aðdraganda að stofnun þeirra. Í
  því samhengi er farið í skólasöguna og skoðaðar þær miklu breytingar sem orðið hafa hér á
  landi á starfsháttum, fjölskylduböndum og félagsskipan innan samfélagsins. Þá eru kenningar
  í félagsfræði notaðar til stuðnings við að greina þær breytingar sem orðið hafa í samfélaginu
  og þar með skólunum og kröfum sem gerðar eru til þeirra. Litið er til þeirra vandamála sem
  við blasa í skólamálum sem og í samfélaginu.
  Kennarar hafa meira af ungu fólki að segja en flestar aðrar stéttir og því gagnlegt að
  heyra þeirra sjónarmið. Til þess að fá dýpri skilning á starfi þeirra var ákveðið að taka viðtöl
  við þrjá kennara. Þá er sérstaklega skoðað starf kennara í gegnum tíðina og viðhorf þeirra til
  þess sem og til uppeldis og menntamála. Það er ljóst að rödd kennara hefur dofnað með
  árunum. Þurfa þeir að hafa meira til málanna að leggja þegar kemur að vandamálum sem eru
  samfélagsleg.
  Það má segja að samkvæmt Durkheim ríki siðrofsástand þjóðfélaginu, þar sem
  einstaklingar og skólar hafa misst sjónar á sameiginlegum markmiðum. Þá er hættan mest
  þegar miklar og hraðar breytingar verða eins og orðið hafa hér á landi. Einnig er fjallað um
  þau vandamál sem snúa að einstaklings-, sjúkdóms- og markaðsvæðingu og lýst yfir
  áhyggjum þess efnis að skólinn hafi ekki sjáanlegan tilgang fyrir alla nemendur þó svo að
  öðru máli gegni fyrir samfélagið.

Accepted: 
 • Jan 1, 2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1421


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Brú yfir boðaföllin_heild.pdf645.03 kBOpenBrú yfir boðaföllin - heildPDFView/Open