is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14220

Titill: 
  • Hvaða áhrif getur fjárhagsstaða foreldra haft á velferð barna? Með áherslu á tómstundaþátttöku barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað verður um áhrif fjárhagsstöðu foreldra á tómstundaþátttöku barna þeirra. Taka þarf tillit til efnahagsaðstæðna á Íslandi þegar málefnið er skoðað. Þar sem íslenska fjármálakerfið hrundi árið 2008 með tilheyrandi áhrifum á þjóðina. Stuðst var við skýrslur og rannsóknir sem gerðar hafa verið um viðfangsefnið til að varpa ljósi á hvort bág fjárhagsstaða foreldra hafi áhrif á velferð barna og á tómstundaþátttöku þeirra. Þátttaka í félags- og tómstundastarfi hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd barna og stuðlar að félagslegum tengslum sem er mikilvægt fyrir þroskaferli þeirra.
    Helstu niðurstöður eru þær að þrátt fyrir að fjárhagsstaða foreldra sé slæm þá virðist hún ekki bitna á tómstundaþátttöku barnanna. Þar sem foreldar eru líklegri til þess að neita sjálfum sér um eitthvað til þess að geta veitt börnum sínum sem að þeirra mati er nauðsynlegt fyrir þau eins og þátttaka í tómstundastörfum. Það er því ekki nóg að gera aðeins rannsóknir um fjárhags- eða atvinnustöðu fjölskyldna þar sem slíkt segir ekki alla söguna um hvort börn hafi það gott eða slæmt. Mikilvægt er að notast líka við barnasjónarhorn til að fá innsýn inn í hvernig börn upplifa sjálf aðstæður sínar.

Samþykkt: 
  • 26.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anita Ragnardóttir2.pdf584.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna