is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14234

Titill: 
 • Núllsýn, innleiðing á öruggu vegakerfi á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á hverju ári deyja meira en milljón manns í umferðarslysum í heiminum. Umferðarslys eru níundi stærsti orsakavaldur dauðsfalla á heimsvísu og stærsta orsök dauða í aldurshópnum 15 til 29 ára og ljóst að umferð á vegum úti er banvæn og dagleg ógn.
  Ýmislegt er gert til að fækka alvarlegum slysum og banaslysum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki til aðgerða. Á Íslandi hefur verið unnið ágætt starf í umferðaröryggismálum og undanfarin ár hefur banaslysum í umferðinni fækkað.
  Betur má ef duga skal. Núllsýn (Vision Zero) er markmið um að alvarleg slys og banaslys í umferðinni séu ekki ásættanleg og hefur núllsýnin verið felld inn í lög í Svíþjóð.
  Fjallað er um núllsýn Svía og innleiðingu á öruggu vegakerfi (Safe System approach). Skoðað er hvað hefur verið gert í umferðaröryggi annarra landa og stillt upp stjórnsýslu umferðaröryggis á Íslandi. Gerð er tillaga um hvernig innleiða eigi öruggt vegakerfi á Íslandi og gerð er kostnaðar- og ábatagreining á því að meðalhraði í vegakerfinu lækki um 10 km/klst. Einnig eru listaðir upp ávinnings- og kostnaðarliðir sem ekki er hægt að leggja verðmat á.
  Núvirt niðurstaða kostnaðar- og ábatagreiningar á verðlagi ársins 2012 er að samtals væntur ávinningur frá 2013 til 2050 er 35 milljarðar.
  Með næmnigreiningu er svo lagt mat á stærstu óvissuþættina í kostnaðar- og ábata- greiningunni.
  Virði mannslífs er talið liggja á bilinu 400-800 milljónir og því reiknast núvirtur ábati fyrir árin 2013 til 2050 vera á bilinu 28 til 74 milljarðar kr.
  Þegar skoðaður er kostnaður vegna lengingar á ferðatíma, sem talinn er líklegur til að liggja á bilinu 1.100 kr/klst til 1.900 kr/klst, reiknast núvirtur ábati á bilinu -14 til 64 milljarðar kr.
  Einnig er gerð næmnigreining á 0% til 8% reiknivöxtum sem sýnir að núvirtur ábati getur verið allt frá 6 til 134 milljarðar kr.

 • Útdráttur er á ensku

  Each year more than one million people in the world die in traffic accidents. Traffic accidents are the ninth largest cause of deaths in the world and the primary cause of death among 15 to 29 year-olds and it is obvious that road traffic is a deadly threat every day.
  Many things are done in preventing serious traffic injuries and deaths. WHO and the United Nations have urged countries to take action. Iceland has done an excellent job in Traffic Safety in recent years and the number of fatal accidents has been decreasing.
  More can be done. The target in Vision Zero is that no serious accidents and fatalities are acceptable in the traffic. The Vision Zero principle has already been incorporated in Swedish law.
  The Vision Zero principle and Safe System approach are analyzed. What has been done in traffic safety in other countries and the Icelandic administration of road traffic safety is written up in oranization charts. A plan for implementing safe roads in Iceland is proposed. A cost-benefit analysis is done for reducing the average speed on roads by 10 km/h. Factors where the cost and benefit has not been priced are also listed.
  Outcome of cost-benefit analysis of the total expected benefits from 2013 to 2050 is 35 billion ISK.
  With sensitivity analysis the major uncertainty factors in the cost-benefit analysis are valuated.
  Value of life is estimated 400 - 800 million ISK. The present value of the benefits is calculated 28 to 74 billion ISK.
  The cost of travel time is estimated 1.100 ISK/h – 1.900 ISK/h. The present value of the benefits is calculated -14 to 64 billion ISK.
  Sensitivity analysis was done for interest rate in the range of 0% - 8%, the present value of the benefits goes from 6 to 134 billion ISK.

Samþykkt: 
 • 2.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Elín Jóhannsdottir-Núllsýn, innleiðing á öruggu vegakerfi á Íslandi.pdf800.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna